Fréttir frá Öldrunarheimilunum

Starfsfólk á Eden námskeiði í Hlíð, ásamt Rannveigu Guðnadóttur hjá Eden Iceland

Eden námskeið á Hlíð

Hér á Öldrunarheimilum Akureyrar vinnum við eftir Eden stefnunni. Eden hugmyndafræðin byggir á því að skapa aðstæður þar sem lífið snýst um náin samskipti, tengsl og óvæntar uppákomur til að augða líf íbúa á hjúkrunarheimilum. Þetta álítum við hjá ÖA vera mikilvæga leið til að vinna á leiða, einmanaleika og vanmáttarkennd íbúa. Til þess að starfsfólkið sé sem best búið til að vinna eftir Eden hugmyndafræðinni er lögð mikil áhersla á að allir starfsmenn sitji námskeið í Eden-fræðum. Þar eru kennd meginhugtök stefnunnar og hvernig hægt er að tileinka sér sérstaklega að vinna í anda Eden hugmyndafræðinnar. Allir starfsmenn ÖA sækja þessa fræðslu, hvort heldur sem þeir vinna inni á heimilum, á skrifstofu, í eldhúsi eða þvottahúsi. Í dag er hópur starfsmanna að ljúka slíku námskeiði og í tilefni þess var stillt sér uppá mynd.
Lesa fréttina Eden námskeið á Hlíð
Hjördís Kristjánsdóttir við skiltið sem hún málaði fyrir dagana 2017

Gleðidagur á Hlíð

Gleðidagur á Hlíð verður föstudaginn 8. júní.
Lesa fréttina Gleðidagur á Hlíð
Björg Jónína Gunnarsdóttir og Friðný B. Sigurðardóttir

GOTT ER GÓÐS AÐ NJÓTA-GULLÁRIN

Þær Björg Jónína Gunnarsdóttir og Friðný B. Sigurðardóttir, starfsmenn á Hlíð skrifuðu grein í Vikudag, sem birt var þann 9. apríl síðast liðinn. Í greininni fjalla þær um þjónustu við aldraðra í dag, skort á samþættingu milli þjónustuaðila og hvað sé til ráða.
Lesa fréttina GOTT ER GÓÐS AÐ NJÓTA-GULLÁRIN

Viðburðir á næstunni