Fréttir frá Öldrunarheimilunum

Mikilvægi Lífssögunnar, fræðslumyndband. Hulda Sveinsdóttir heilabilunarráðgjafi ÖA kynnir.

Lengi býr að fyrstu gerð

Á Öldrunarheimilum Akureyrar er lifað og starfað eftir hugmyndafræði Eden Alternative og sjö vellíðunarlyklum sem lýsa sálfélagslegum þörfum fólks. Áhersla er lögð á að skapa aðstæður þar sem lífið snýst um stöðug og náin samskipti og tengsl með áherslu á einstaklingsmiðaða nálgun. Segja má að með þekkingu á lífssögu einstaklingsins sé verið að byggja brú og tengja saman fortíð, nútíð og framtíð. Einstaklingar með heilabilun geta átt erfitt með sjálfir að segja frá og þar getur samvinna við aðstandendur skipt verulegu máli. Myndbandið Mikilvægi Lífssögunnar hefur verið birt á Netfræðslu síðu okkar og er það 17. fræðslumyndbandið á síðunni.
Lesa fréttina Lengi býr að fyrstu gerð
Hulda Sveinsdóttir og Friðný B. Sigurðardóttir

Af­leiðingar CO­VID-19 fyrir heima­búandi ein­stak­linga með heila­bilun og að­stand­endur þeirra

Kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur breytt lífi margra og haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ekki síst fyrir heimabúandi fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í upphafi faraldursins lokuðu mörg samfélög á þjónustu eins og dagþjálfanir veita og enn eru takmarkanir í þjónustu til að forðast útbreiðslu COVID-19. Það sem á ætíð við um heilabilunarsjúkdóma er að það að gera ekki neitt er alltaf versti kosturinn.
Lesa fréttina Af­leiðingar CO­VID-19 fyrir heima­búandi ein­stak­linga með heila­bilun og að­stand­endur þeirra
Grímunotkun. Mynd úr myndbandi Almannavarna á Youtube (https://youtu.be/5x6r2XAkKEQ)

Heimsóknir, en með takmörkunum

Laugardaginn 21. nóvember afléttum við heimsóknarbanni inn á heimilin hjá ÖA og tökum upp fyrra fyrirkomulag með takmarkaðar heimsóknir. Einn aðstandandi og heimsókn einu sinni á dag og jafnframt þurfa aðstandendur að tilkynna hver heimsækir. Heimilin verða áfram læst og þurfa heimsóknargestir því að gera vart við sig þegar þeir koma.
Lesa fréttina Heimsóknir, en með takmörkunum

Viðburðir á næstunni

European Enterprise Promotion Awards - National Winner 2017