Fréttir frá Öldrunarheimilunum

Stuðningshópur aðstandenda

Stuðningshópur aðstandenda

Á síðasta vetri unnu Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) að samstarfsverkefni með Alzheimer-samtökunum sem lauk með opnum fundum sl. vor í öllum landshlutum. Á þeim fundum og í Eden hlýleikakönnun meðal íbúa og aðstandenda ÖA, hafa komið fram ábendingar um þörf og mikilvægi stuðnings við aðstandendur.
Lesa fréttina Stuðningshópur aðstandenda
Heimsókn frá HSN

Heimsókn frá HSN

Í síðustu viku komu stjórnendur á öldrunarsviði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) í heimsókn og kynntu sér starfsemi Öldrunarheimilanna. Starfsmenn fjölluðu um starfsemina og þá þróun sem er í gangi. Í lok dags var farin skoðunarferð um heimilin.
Lesa fréttina Heimsókn frá HSN
Starfsmenn heiðraðir

Starfsmenn heiðraðir

Í gær voru fjórir starfsmenn sem unnið hafa hjá Akureyrarbæ í 40 ár eða lengur heiðraðir fyrir vel unnin störf. Þetta eru þau Helgi Friðjónsson verkstjóri ferliþjónustu, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi, Regína Þorbjörg Reginsdóttir starfsmaður á öldrunarheimilinu Hlíð og Sigurður Gunnarsson byggingastjóri hjá umhverfis- og mannvirkjasviði bæjarins. Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri Helgi, Hrafnhildur, Sigurður, Regína og Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar.
Lesa fréttina Starfsmenn heiðraðir

Viðburðir á næstunni