Fréttir frá Öldrunarheimilunum

Eiríkur Björn Björgvinsson og Halldór S. Guðmundsson (mynd fengin af láni af Akureyri.is)

Öldrunarheimili Akureyrar vinna til verðlauna

Öldrunarheimili Akureyrar hlutu í dag aðalverðlaun fyrir „Framúrskarandi verkefni í nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018", á ráðstefnu, sem haldin var á Grand Hotel í Reykjavík. Ráðstefnan var haldin undir yfirskriftinni „Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna." og er samvinnuverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Lesa fréttina Öldrunarheimili Akureyrar vinna til verðlauna
Hjördís Kristjánsdóttir við glæsilega skiltið sem gert var 2017

Gleðidagur á Hlíð

Upp er runninn bjartur og fagur Gleðidagur hjá okkur á Hlíð. Dagurinn byrjar kl 13:00. Kaffibrennslan verður með kaffismökkun,ísbúðin býður upp á ís og Kaldi verður með kynningu. Kl. 14:00 verða grillaðar pylsur í Kaffi Sól í boði Kjarnafæðis. Kl...
Lesa fréttina Gleðidagur á Hlíð
Brian LeBlanc

Eden Alternative ráðstefna í Bandaríkjunum – Brian LeBlanc

Á tveggja ára fresti er haldin alþjóðleg Eden ráðstefna, í ár var hún haldin í Atlanta í Bandaríkjunum 2.-5. maí. Hjúkrunarfræðingarnir Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir og Kristjana Þórisdóttir sem starfa í Lögmannshlíð skelltu sér vestur um haf. Að þeirra sögn stóð einn fyrirlesarana mikið uppúr, en það var maður að nafni Brian LeBlanc, en þær heilluðust mikið að erindi hans, sem nefndist: Changing our behavior: Rethinking our perspective about dementia og alzheimer´s: Up close and personal.
Lesa fréttina Eden Alternative ráðstefna í Bandaríkjunum – Brian LeBlanc

Viðburðir á næstunni