Fréttir frá Öldrunarheimilunum

Helga og sonur hennar Almar.

Ljósmyndasýning Helgu Haraldsdóttur á Hlíð

Í dag var formlega opnuð ljósmyndasýning í matsalnum á Hlíð. Helga Haraldsdóttir áhugaljósmyndari sýnir þar brot af því besta sem hún hefur tekið í gegnum árin.
Lesa fréttina Ljósmyndasýning Helgu Haraldsdóttur á Hlíð
(Mynd Unsplash: Kelly Sikkema)

Rýmkun á sóttvarnareglum um íbúa og heimsóknir

Nú hafa íbúar ÖA verið bólusettir við Covid-19. Eftir er að bólusetja starfsfólkið og ólokið er síðari bólusetningu notenda sem koma í dagþjálfun. Megináherslur okkar í sóttvörunum og aðgerðum á næstu vikum er að viðhalda stöðunni og koma í veg fyrir sýkingu notenda í dagþjálfun og meðal starfsmanna ÖA. Það getum við gert með öflugum sóttvörum, takmarka blöndun milli hópa og passa upp á handþvott, sprittun, maska, fjöldatakmarkanir og 2 metra reglu. Viðbragðsráð ÖA hefur gefið út nýjar reglur um sóttvarnir hjá ÖA vegna Covid-19 sem gilda frá 28. janúar til 22. febrúar næstkomandi. Breytingar núna eru fyrst og fremst fólgnar í minni takmörkunum fyrir íbúa ÖA og aðstandendur þeirra. Tveimur til þremur aðilum er nú heimilt að gegna heimsóknarhlutverki og er tilgangur þess að samhliða rýmkun reglna verði gætt takmarkana á heildarfjölda gesta sem koma inn á heimilin. Heimilt er að heimsóknir geti verið tvær á dag, en þá er horft til að þessir 2-3 heimsóknaraðilar þurfi ekki allir að vera saman í heimsókn eða á sama tíma.
Lesa fréttina Rýmkun á sóttvarnareglum um íbúa og heimsóknir
Unsplash (hansjorg-keller)

Breyttur opnunartími í afgreiðslu

Frá og með 18. janúar breytist opnunartími afgreiðslunnar og skiptiborðs í Hlíð. Breytingin felst í að lokað er frá kl. 13:00 á föstudögum. Afgreiðslutími er því alla virka daga frá kl. 9:00-15:00, nema föstudaga til kl. 13:00.
Lesa fréttina Breyttur opnunartími í afgreiðslu

Viðburðir á næstunni

European Enterprise Promotion Awards - National Winner 2017