Fréttir frá Öldrunarheimilunum

Verum varkár - skerpt á heimsóknarreglum vegna Covid-19

Verum varkár - skerpt á heimsóknarreglum vegna Covid-19

Í síðustu viku voru rýmkaðar heimsóknarreglur til íbúa á heimilum ÖA. Nú berast fréttir af verulegri aukningu í fjölda smita hérlendis og líka fjölgar þeim sem eru í sóttkví. Í dag liggur fyrir 181 eru í einangrun, 765 í sóttkví og 1606 í skimunarsóttkví. Áhygguefni er hve hátt hlutfall er utan sóttkvíar af þeim sem greinast. Á Norðurlandi eystra eru 3 í einangrun og 13 í sóttkví. Þessi nýja bylgja sýkinga kallar á að skerpa þarf á öllum sóttvörnum, viðbrögðum og efla varúð okkar í öllu starfi og umgengni við aðra. Þetta á eins og áður sérstaklega við um aðstandendur og starfsfólk ÖA sem umgengst og vinnur með sérlega viðkvæman hóp.
Lesa fréttina Verum varkár - skerpt á heimsóknarreglum vegna Covid-19
Skynúrvinnsla fólks með heilabilun

Skynúrvinnsla fólks með heilabilun

Skyntúlkun okkar er mikilvægur þáttur í að við skiljum okkur og að við finnum okkur í samhengi við umhverfið. Að við vitum hver við erum og hvar við erum.
Lesa fréttina Skynúrvinnsla fólks með heilabilun
Rannveig Guðnadóttir verkefnastjóri Eden á Íslandi og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri …

ÖA hljóta viðurkenningu sem öndvegisheimili Eden

Öldrunarheimili Akureyrar hlutu í dag fjórðu alþjóðlegu viðurkenninguna frá Eden samtökunum. Þar með hafa þau náð þeim áfanga að teljast „öndvegisheimili Eden" með því að tileinka sér stefnu og áherslur hugmyndafræðinnar. ÖA hafa frá 2006 unnið markvisst að þessari hugmyndafræði, sem gengur í stuttu máli út á að breyta viðhorfum og menningu í tengslum við umönnun aldraðra. Markmiðið er að hverfa frá stofnanavæddri menningu og taka þess í stað upp hlýlegar, mannúðlegar, eflandi og hvetjandi aðferðir sem eru til þess fallnar að auka sjálfstæði og lífsgæði fólks. Ferðalagið hjá ÖA hófst með fræðslu til starfsfólks, aukinni áherslu á persónumiðaða hjúkrun og endurbótum á húsnæði með því að afnema fjölbýlisherbergi og stuðla frekar að heimilislegu umhverfi.
Lesa fréttina ÖA hljóta viðurkenningu sem öndvegisheimili Eden

Viðburðir á næstunni

European Enterprise Promotion Awards - National Winner 2017