Fréttir

Fræðsla um kyngingarvandamál

Ingunn Högnadóttir, talmeinafræðingur
Ingunn Högnadóttir talmeinafræðingur heimsótti Hlíð og Lögmannshlið með fræðslu um kyningarvandamál í tilefni þess að það var Evrópudagur talþjálfunar 6. mars. Starfsmenn, íbúar og gestir mættu á fundinn þar sem hún kynnti orsök, einkenni, afleiðingu og íhlutun vegna erfiðleika við kyngingu. Lesa meira

Lífsgæði og vellíðan - tilgangur

Kleinugerð í mars
Hvernig aukum við lífsgæði og vellíðan? Lífsgæði er hugtak sem erfitt er að skilgreina í einu orði. Hugtakið er samsett úr nokkrum þáttum sem m.a. tengjast heilsu, umhverfi, tengslum við aðra, félagslegri virkni, virðingu og sjálfstæði. Lesa meira

Hrafninn er kominn út


Hrafninn, fréttablað ÖA, er komið út. Lesa meira

Þegar sjónin gefur sig, hvað er til ráða?

Starfsmenn og íbúar að skoða hjálpartækin
Öldrunarheimili Akureyrar leggja mikið uppúr fræðslu á hinum ýmsu málefnum sem tengjast starfsemi Öldrunarheimilanna. Í gær, þann 7. febrúar var haldin fræðsla og kynning á vegum Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Þær Guðbjörg Árnadóttir, ráðgjafi ADL og umferli og Kristín Gunnarsdóttir, sjónfræðingur komu í heimsókn og byrjuðu daginn á að gera úttekt á aðstæðum þeirra íbúa sem eru blindir og sjónskertir á ÖA og fluttu síðan erindi í Samkomusalnum á Hlíð. Lesa meira

Lífsgæði og vellíðan - sjálfstæði


Hvernig aukum við lífsgæði og vellíðan? Lífsgæði er hugtak sem erfitt er að skilgreina í einu orði. Hugtakið er samsett úr nokkrum þáttum sem m.a. tengjast heilsu, umhverfi, tengslum við aðra, félagslegri virkni, virðingu og sjálfstæði. Vellíðunarlyklarnir sjö aðstoða okkur við að auka lífsgæði þeirra sem búa og starfa á ÖA. Lyklarnir eru settir upp í þarfapíramída þar sem grunnurinn er sjálfsmynd og tengsl, því næst öryggi og sjálfstæði og þar á eftir tilgangur og þroski. Efst trónir gleðin. Hægt er að styðjast við vellíðunarlyklana þegar vandamál og/eða vanlíðan er til staðar til þess að greina hvaða lykli er ekki fullnægt og hvað er þá hægt að gera til þess að efla og styrkja einstaklinginn til vellíðunar. Lesa meira