Fréttir frá Öldrunarheimilunum

Bíósýning í boði KvikYndis

Bíósýning í boði KvikYndis

Við erum virkilega spennt að vera hluti af Listasumri! Nú gefst tækifæri til að sjá hina frægu dans- og söngvamynd Singin' in the Rain (1952) í allri sinni dýrð næstkomandi föstudag kl. 16.00 í Samkomusalnum okkar. Í hléi verður boðið uppi á kaffi og kleinur. Sýningartími: 103 mín Allir hjartanlega velkomnir
Lesa fréttina Bíósýning í boði KvikYndis
Sumarfrí iðju- og félagsstarfs á Hlíð

Sumarfrí iðju- og félagsstarfs á Hlíð

Starfsfólk iðju- og félagsstarfsins á Hlíð fer í sumarfrí 17. júlí og kemur aftur til vinnu mánudaginn 14. ágúst. Hug- og Handverksstofan verður opin og hægt verður að kíkja í blöðin. Kaffi Sól er á sínum stað alla miðvikudaga í sumar kl 14:00. Kaffivélin í anddyrinu verður eldhress í allt sumar, með kaffi og kakó.
Lesa fréttina Sumarfrí iðju- og félagsstarfs á Hlíð
Hrafninn er kominn út

Hrafninn er kominn út

Nýjasta tölublaðið af Hrafninum er komið út og hægt er að nálgast það bæði á heimilum ÖA og í rafrænni útgáfu hér á heimasíðu ÖA.
Lesa fréttina Hrafninn er kominn út

Viðburðir á næstunni