Viðurkenning Fræðslu-og lýðheilsusviðs
Fimmtudaginn 27.febrúar veitti Fræðslu-og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar viðurkenningar fyrir framúrskarandi starf í leik og grunnskólum bæjarins.
10. mars 2025
Lundarskóli átti þar fulltrúa en Stefán Smári Jónsson umsjónarkennari á unglingastigi hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf með nemendum og nemendaráði.
Við erum virkilega stolt af hans starfi með nemendum og framlagi hans til Lundarskóla sem auðgar okkar góða skólastarf.
Síðast uppfært 10. mars 2025