Skólaráð Lundarskóla
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald.
Skólastjóri skal sitja í skólaráði og stýra starfi þess. Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndarsamfélags
eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs. Staðgengill skólastjóra stýrir skólaráði í forföllum skólastjóra.
Í skólaráði 2024-2025 sitja:
Maríanna Ragnarsdóttir
Skólastjóri
Ólafur Ingi Kjartansson
Fulltrúi nemenda
Drífa Radiskovic
Fulltrúi foreldra
Jónína Vilborg Karlsdóttir
Fulltrúi kennara
Stefán Smári Jónsson
Fulltrúi kennara
Særún Guðgeirsdóttir
Fulltrúi annars starfsfólks
Helga Ragnheiður Gunnlaugsdóttir
Fulltrúi grenndarsamfélagsins
Benedikt Már Þorvaldsson
Fulltrúi nemenda
Valgerður Húnbogadóttir
Fulltrúi foreldra
Skólaráð:
- fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið
- fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur
umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar - tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið,
fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda - fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum
- fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum
starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti eða öðrum aðilum
varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað, - tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitarstjórnar.
Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.
Síðast uppfært 7. mars 2025