Valgreinar
Valgreinar eru fyrir nemendur í 8.-10.bekk og hafa þeir úr miklu og fjölbreyttu úrvali að velja.
Það er mikilvægt að muna að valgreinar eru jafn mikilvægar og aðrar námsgreinar í skólanum. Kröfur um ástundun og árangur eru jafn miklar og í öðrum greinum og mikilvægt að stunda þær af áhuga og mæta vel.
Hver grein er kennd tvær kennslustundir á viku, hver nemandi í 8. – 10. bekk þarf að skila 37 kennslustundum á viku, þar af eru 6-8 kennslustundir af þessum 37 kenndar í valgreinum.
Nemendur eiga kost á að fá nám við sérskóla metið sem og ýmiskonar félags- og/eða íþróttaiðkun eða þjálfun:
Einfalt metið val samsvarar tómstundastarfi 1-5 klst. á viku.
Tvöfalt metið val samsvarar iðkun frá og með 5 klst. á viku í einni íþrótt/félagsstarfi eða þátttaka í tveimur aðskildum íþróttum/félagsstarfi. Einnig geta nemendur fengið fjarnám við framhaldsskóla metið.
Nemendur geta mest fengið tvær valgreinar metnar og því eru allir í að lágmarki einni valgrein á hvorri önn.