MORLA

MORLA fór fram í þriðja skiptið þann 22.05 hjá nemendum í 10. bekk

Keppnin er hugarfóstur Stefáns Smára kennara hér í Lundarskóla en hún er hluti af námi nemenda í íslensku og samfélagsfræði.

MORLA stendur fyrir mælsku og rökræðukeppni Lundarskóla á Akureyri. Nemendum er skipti í 8 hópa og er um útsláttarkeppni að ræða sem endar á því að tvö lið mætast og keppa um farandbikar.

Markmið keppninnar er að þjálfa nemendur í framkomu, ritlist, mælskulist og því að koma frá sér texta á skilvirkan og skýran hátt. Ýmis málefni eru tekin fyrir og þurfa nemendur ýmist að tala með eða á móti t.d. sundkennslu á unglingastigi, orkudrykkjum, sumarvinnu unglinga o.fl. og taka skýra afstöðu og veita andsvör.

Í ár voru einnig veitt verðlaun fyrir íslenskunotkun og ræðumann keppninnar.