Forvarnarbæklingur

Margrét Magnúsdóttir kennari hjá okkur á miðstigi hefur í vetur stundað meistaranám í Sálrænum áföllum og ofbeldi við Háskólann á Akureyri. Eitt af verkefnum vetrarins var að þróa afurð sem myndi nýtast ákveðnum markhópi og bjó Margrét til forvarnarbækling sem beinist að foreldrum barna og unglinga á aldrinum 10–16 ára.

Með bæklingnum vill Margrét miðla hagnýtum og aðgengilegum upplýsingum um fyrstu merki áhættuhegðunar, mikilvægi virks foreldraeftirlits og hlutverki foreldra þegar kemur að snemmtækri íhlutun en rannsóknir sýna að foreldrar gegna lykilhlutverki í að styðja við geðheilsu barna og draga úr áhættuhegðun þeirra.

Við í Lundarskóla erum heppin að fá að njóta afrakstursins og birtum því hér bæklinginn og hvetjum foreldra til að kynna sér innihald hans.