Foreldrar
Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að menntun og líðan barna, bæði í leik og starfi. Gott samstarf milli heimilis og skóla er afar mikilvægt þannig að hægt sé að vinna sem best að velferð allra barna innan og utan skóla

InfoMentor
InfoMentor er kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi. Foreldrar geta nálgast öll helstu gögn sem varða skólagöngu barna sinna, svo sem námsáætlanir, námsmat og hæfniviðmið.
Vala - skólamatur
Skráningarkerfið Vala heldur utan um skráningu nemenda í hádegismat og mjólkur- og ávaxtaáskrift. Hádegismatur er börnum að kostnaðarlausu en rukkað er fyrir mjólkur- og ávaxtaáskrift samkvæmt gjaldskrá.

Óveður
Þegar tvísýnt er um færð og veður er meginreglan sú að leik- og grunnskólar eru opnir nema lögregla gefi út tilmæli um að fólk sé ekki á ferli. Foreldrum er ávallt frjálst að meta hvort þeir treysti börnum sínum í skólann en mikilvægt er að láta skólann vita ef barnið er heima