Eineltismál

Starfsfólk Lundarskóla lýsir því yfir að hvorki einelti né annað ofbeldi verði liðið í skólanum og unnið verði að því að starfsmenn, foreldrar og nemendur geri sér grein fyrir því hvað einelti er. Leitað verður allra ráða til að fyrirbyggja einelti og ofbeldi og brugðist verður við þeim málum sem upp kunna að koma án tafar og í samvinnu við aðila máls. Þannig verður stuðlað að vellíðan allra í sameiginlegu átaki. Lundarskóli skal vera öruggur vinnustaður, bæði fyrir nemendur og starfsfólk.

Börn að ganga í skólann

Einelti-skilgreining

  • Börn að hlaupa á skólalóð

    Einelti er endurtekið og oft langvarandi áreiti eða ofbeldi. Einelti getur verið líkamlegt eða andlegt, stýrt af einum eða fleirum og beinist að einstaklingi sem ekki getur varið sig á árangursríkan hátt og upplifir vanlíðan og vanmátt í kjölfar áreitis. Líkamlegt einelti getur komið fram í barsmíðum, spörkum, hrindingum eða meiðingum af öðru tagi. Í andlegu einelti felst m.a. stríðni, útilokun, hótanir eða höfnun og baktal. Neteinelti getur tekið á sig ýmsar myndir, útilokun, niðurlæging og fl. sem oft er erfitt að koma auga á.