
Lundarskóli
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttir
- Fréttir úr Lundarskóla
MORLA
MORLA fór fram í þriðja skiptið þann 22.05 hjá nemendum í 10. bekk
Keppnin er hugarfóstur Stefáns Smára kennara hér í Lundarskóla en hún er hluti af námi nemenda í íslensku og samfélagsfræði.
MORLA stendur fyrir mælsku og rökræðukeppni Lundarskóla á Akureyri. Nemendum er skipti í 8 hópa og er um útsláttarkeppni að ræða sem endar á því að tvö lið mætast og keppa um farandbikar.
Markmið keppninnar er að þjálfa nemendur í framkomu, ritlist, mælskulist og því að koma frá sér texta á skilvirkan og skýran hátt. Ýmis málefni eru tekin fyrir og þurfa nemendur ýmist að tala með eða á móti t.d. sundkennslu á unglingastigi, orkudrykkjum, sumarvinnu unglinga o.fl. og taka skýra afstöðu og veita andsvör.
Í ár voru einnig veitt verðlaun fyrir íslenskunotkun og ræðumann keppninnar.
- Fréttir
Forvarnarbæklingur
Margrét Magnúsdóttir kennari hjá okkur á miðstigi hefur í vetur stundað meistaranám í Sálrænum áföllum og ofbeldi við Háskólann á Akureyri. Eitt af verkefnum vetrarins var að þróa afurð sem myndi nýtast ákveðnum markhópi og bjó Margrét til forvarnarbækling sem beinist að foreldrum barna og unglinga á aldrinum 10–16 ára.
- Fréttir
Lundarskóli sigrar Skólahreysti
Lundarskóli tók þátt í Skólahreysti sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 30.apríl.
Lið skólans sigraði sinn riðil og tryggði sér þannig keppnisrétt í úrslitum sem fram fara í Laugardalshöll þann 24.maí.
Við vinnum saman að því að skapa skólasamfélag sem einkennist af jákvæðum skólabrag, áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum
Farsæld barna
Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur