Askjan - fjölskyldustuðningur

 Askjan er úrræði innan velferðarsviðs og veitir markvissa aðstoð til barnafjölskyldna inn á heimili þeirra. Um er að ræða ýmsa fræðslu og ráðgjöf er varðar uppeldi og heimilishald. Markhópurinn er foreldri/foreldrar sem eiga í erfiðleikum með uppeldishlutverkið, ýmist vegna aðstæðna foreldranna sjálfra, erfiðleika hjá barninu eða umhverfisþátta. Þjónustan er fyrst og fremst í formi heimsókna inn á heimili og gerður er markmiðsbundinn samningur milli foreldra og fjölskyldusviðs um þá þjónustu sem veita skal. Fjölskyldum sem telja sig geta nýtt þjónustuna er vísað í Öskjuna af starfsmanni barnaverndar, félagsþjónustu eða skólaþjónustu. Inntökuteymi skipað einum starfsmanni úr hverju teymi sem metur, forgangsraðar og úthlutar málum til starfsmanna Öskjunnar. 

 

Bæklingur

Síðast uppfært 29. desember 2020