Ráðgjöf iðjuþjálfa

Iðjuþjálfar veita víðtæka ráðgjöf við einstaklinga með ýmiskonar skerðingar á færni sem til er komin vegna hækkandi aldurs, veikinda eða fötlunar.

Ráðgjöf iðjuþjálfa felur m.a. í sér heimilisathugun þar sem veitt er ráðgjöf, fræðsla og metin er þörf fyrir hjálpartæki og/eða aðra velferðartækni. Ef þörf er á hjálpartæki er það valið í samráði við viðkomandi einstakling. Í þeim tilfellum sem Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við hjálpartækin sækir iðjuþjálfinn um hjálpartækin ásamt því að leiðbeina og þjálfa í notkun þeirra.

Iðjuþjálfi vinnur með það að leiðarljósi að viðkomandi geti sem lengst dvalið heima og þar með viðhaldið sjálfstæði sínu við athafnir daglegs lífs lengur en ella og aukið þar með lífsgæði sín.

Tengiliðir

Jóhanna Mjöll Björnsdóttir, iðjuþjálfi, netfang: johannab@akureyri.is, sími 460-1447. 

Arnþrúður Eik Helgadóttir, iðjuþjálfi, netfang: arnthrudur@akureyri.is, sími 460-1413.

Petra Sæunn Heimisdóttir, iðjuþjálfi, netfang: petras@akureyri.is, sími 460-1477

Umsókn um ráðgjöf iðjuþjálfa er á umsóknareyðublaði um félagslega heimaþjónustu

Til að sækja um þjónustu smellið hér á umsóknir,  einnig hægt að sækja um rafrænt í gegnum Þjónustugátt.

Senda má umsóknir  sem viðhengi í tölvupósti á netfangið busetusvid@akureyri.is
Umsókn um ráðgjöf iðjuþjálfa eru teknar fyrir hjá matsteymi búsetusviðs einni sinni í viku.

Síðast uppfært 04. mars 2020