- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fyrir fjölmiðla
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Auglýst störf og sumarstörf
Einstaklingar sem ekki geta annast matseld sjálfir eiga kost á að fá heimsendan mat. Boðið er upp á mat í hádeginu alla daga vikunnar (líka um helgar og hátíðisdaga) og er honum ekið til notenda frá Öldrunarheimilinu Hlíð. Greitt er samkvæmt gjaldskrá heimaþjónustu.
Umsókn um heimsendan mat á er á umsóknareyðublöðum um heimaþjónustu.
Til að sækja um þjónustu er farið í gegnum Þjónustugátt og til þess notuð rafræn skilríki eða Íslykill. Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi á sínum rafrænum skilríkjum eða Íslykli en þá þarf að muna eftir að breyta upplýsingum inni á svæðinu. Einnig er hægt að sækja um á eyðublöðum með því að smella á hlekkinn hér: umsóknir
Allar óskir um breytingar og tilkynningar um fjarveru þurfa að berast til afgreiðslu búsetusviðs (fyrir kl. 10:00 ef breytingin á að verða samdægurs).
Umsóknir sem ekki eru sendar í gegnum þjónustugátt skulu berast á netfangið velferdarsvid@akureyri.is einnig er hægt að afhenda þær í móttöku velferðarsviðs Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, 600 Akureyri.
Skrifstofa velferðarsviðs er opin alla virka daga kl. 09:00-15:00 og síminn er 460-1400.
Matseðilinn er hægt að nálgast á heimasíðu Öldrunarheimilanna (fyrir neðan fréttirnar).