Félagsleg heimaþjónusta

Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla notandann til sjálfsbjargar og sjálfræðis og gera honum kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður.  Við framkvæmd þjónustunnar skal þess gætt að hvetja notandann til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum og virða sjálfsákvörðunarrétt hans.

Greitt er fyrir þjónustuna samkvæmt gjaldskrá sem velferðarráð Akureyrarbæjar setur.

Félagsleg heimaþjónusta er margvísleg aðstoð við heimili, fjölskyldur og einstaklinga:

  • Aðstoð við eigin umsjá
  • Aðstoð við heimilishald
  • Félagslegur stuðningur
  • Aðstoð við umsjá veikra eða fatlaðra barna
  • Heimsending matar

Félagsleg heimaþjónusta og heimahjúkrun starfrækja sameiginlega næturvakt.
Hverfisstöðvar heimaþjónustu eru í Víðilundi 22, sími 461-1249 og Bugðusíðu 1, sími 462-6933.

Starfshópur sem skipaður er af sviðsstjóra búsetusviðs metur þjónustuþörf.
Auk þess sér starfshópurinn um mat á þjónustuþörf fyrir nágrannasveitarfélögin samkvæmt samningi.

Tengiliðir heimaþjónustu

Bergdís Ösp Bjarkadóttir, forstöðumaður heimaþjónustu, sími 460-1410, netfang bergdis@akureyri.is 

Elfa Björk Gylfadóttir, forstöðumaður heimaþjónustu, sími 460-1410, netfang ebg@akureyri.is

Hlynur Már Erlingsson, forstöðumaður heimaþjónustu, sími 460-1410, netfang hlynurmar@akureyri.is

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð
Til að sækja um þjónustu smellið hér á umsóknir.
Reglur um félagslega heimaþjónustu
Umsókn um niðurfellingu á gjaldi fyrir félagslega heimaþjónustu

Umsóknir um félagslega heimaþjónustu, sem ekki eru sendar í gegnum þjónustugátt skulu berast á netfangið busetusvid@akureyri.is, einnig er hægt að afhenda þær í afgreiðslu búsetusviðs Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26 (2. hæð), 600 Akureyri.
Opið er alla virka daga kl. 9:00-15:00, sími 460-1410.

Síðast uppfært 22. janúar 2020