- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fyrir fjölmiðla
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Auglýst störf og sumarstörf
Endurhæfing í heimahúsi er fyrir einstaklinga sem hafa sótt um félagslega heimaþjónustu og matsteymi vísar áfram í endurhæfingarteymi.
Í endurhæfingarteyminu eru iðjuþjálfi sem jafnframt er verkefnastjóri, sjúkraliði og félagsliði. Iðjuþjálfi metur og skipuleggur þjónustu með skjólstæðingi, og sjúkra- og félagsliði framfylgja áætluninni. Auk þess eru hjúkrunarfræðingur heimahjúkrunar og félagsráðgjafi Fjölskyldusviðs teyminu til ráðgjafar.
Endurhæfing innan heimaþjónustu er sérsniðin að þörfum hvers og eins. Í upphafi setja skjólstæðingur og iðjuþjálfi saman markmið sem verða grunnur þjónustunnar.
Ákveðin iðjumiðuð matstæki eru notuð til að greina iðjuvanda og forgangsraða þeim verkefnum sem þarf að vinna með og er skjólstæðingnum mikilvægt.
Þjónustuáætlun er gerð í upphafi og miðast að tímabundinni þjálfun í 4 til 12 vikur. Þjónustuáætlunin er breytileg eftir því sem færni skjólstæðingsins eykst eða breytist.
Markmið þjónustunnar er að auka sjálfsbjargargetu og valdefla skjólstæðing til þátttöku í samfélaginu í gegnum orkusparandi vinnuaðferðir, þjálfun, ráðgjöf, notkun hjálpartækja og velferðartækni og auka þau bjargráð sem gerir honum kleift að verða sjálfstæður í athöfnum daglegs lífs.
Þjálfunin fer fram á heimili skjólstæðings en einnig er lagt mat á mikilvæga þætti í umhverfinu sem geta haft áhrif á færni og virkni.
Verkefnastjóri endurhæfingarteymis er Guðrún Sonja Kristinsdóttir: gudrunsonja@akureyri.is sími: 460 1411