Dagþjálfun Öldrunarheimila Akureyrar

Dagþjálfun í Hlíð

Í Hlíð er starfrækt dagþjálfun fyrir eldri borgara sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagþjálfun. Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni fyrir öryggi og vellíðan.  Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. hópastarf, samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, sund, aðstoð í eldhúsi og handverk. Misjafnt er eftir einstaklingum hversu mikið þeir nýta þjálfunina, getur verið allt frá einum degi upp í fimm daga vikunnar.

Dagþjálfunin er opin alla virka daga frá kl. 8:15 til 16:00. Lokað er alla rauða almanaksdaga, aðfangadag og gamlársdag er opið til kl. 12:00.

Hvernig sótt er um:

Umsóknir um dagþjálfun skulu berast til Búsetusviðs Akureyrarbæjar Glerárgötu 26, 2. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin í þjónustuveri bæjarins í Ráðhúsinu, Geislagötu 9 og í Hlíð, Austurbyggð 17 og svo HÉR.

Athugið að einnig hægt er að senda inn umsókn rafrænt í gegnum íbúagáttina (það þarf Íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn á gáttina).

Forföll

Gestir eru beðnir að tilkynna forföll í síma 460 9200.

Kostnaður

Gestir dagþjálfunar greiða 1.175 krónur fyrir heilan dag. Innifalið í gjaldi er akstur og fæði. Greiðsla er innheimt með gíróseðlum sem sendir eru út mánaðarlega.

Akstur

Akstursþjónusta Akureyrarbæjar og BSO sjá um akstur í og úr dagþjálfun. Bílarnir stöðva fyrir framan heimili dagþjálfunargesta og er mikilvægt að vera tilbúin/n þegar bíllinn kemur.

Matur

Í boði er morgunmatur kl. 9.00, hádegisverður kl. 12.00 og síðdegiskaffi kl. 14.45.

Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum er yfirleitt boðið upp á fisk. Á þriðjudögum og fimmtudögum er oftast boðið upp á kjöt. Alltaf er boðið upp á súpu eða graut með hádegisverðinum.

Önnur þjónusta í boði fyrir dagþjálfunargesti er:

Félagsstarf

Öflugt félagsstarf er í Hlíð og geta dagþjálfunargestir tekið þátt í öllu því félagsstarfi sem er á dagskrá, s.s. ýmiss konar handverki, bingói, upplestri, krullu o.fl.

Sjúkraþjálfun

Hægt er að fá sjúkraþjálfun að fenginni tilvísun frá lækni. Við sjúkraþjálfunina starfa sjúkraþjálfarar frá Eflingu, og er ágæt aðstaða til æfinga. Heitur pottur er á staðnum.

Hreyfing

Léttir leikfimitímar eru daglega kl. 11.00. Farið er í gönguferðir tvisvar á dag og sundferðir eru tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. 

Iðjuþjálfun

Boðið er upp á iðjuþjálfun við dagþjálfunina. Markmið iðjuþjálfunarinnar er að viðhalda og efla færni notenda við iðju.

Hvíldaraðstaða

Aðstaða er í góðum hægindastólum fyrir þá sem þess óska.

Bað

Aðstaða er til að fara í sturtu fyrir þá sem ekki geta nýtt sér aðstöðu heima fyrir. 

Fótaaðgerða- og snyrtistofa

Birna Björnsdóttir, fótaaðgerða- og snyrtifræðingur er með aðstöðu í Hlíð. Fyrir þessa þjónustu þarf að greiða sérstaklega.

Hársnyrting

Hárstúdíó Hafdísar í Hlíð er með aðstöðu í Hlíð. Fyrir þessa þjónustu þarf að greiða sérstaklega.

Deildarstjóri dagþjálfunar:

Björg Jónína Gunnarsdóttir

Sími: 460 9200

Netfang: bjorgj@akureyri.is

Síðast uppfært 14. janúar 2019