Akstursþjónusta

Akstursþjónusta Akureyrarbæjar er ætluð til afnota fyrir þá einstaklinga sem vegna skertrar líkamlegrar og andlegrar færni sem rekja má til fötlunar, sjúkdóma eða aldurs geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur. Notaðir eru litlir strætisvagnar sem flestir eru sérbúnir til að taka hjólastóla.

Megintilgangurinn er að notendur akstursþjónustunnar geti stundað vinnu, nám, notið heilbrigðisþjónustu, hæfingar og þjálfunar hvers konar og tómstunda.

Þjónustusvæði akstursþjónustunnar er Akureyri en nær einnig til endurhæfingaraðstöðu í Kristnesi.

Umsóknir um akstursþjónustu skulu berast til búsetusviðs Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöðin hér neðst á síðunni.
Hægt er að senda umsóknir sem viðhengi á netfangið afgreidslabusetusvid@akureyri.is
Sími búsetusviðs er 460 1410, opið er virka daga kl.9:00-15:00

Matshópur skipaður af framkvæmdastjóra búsetudeildar afgreiðir umsóknir.

Búsetusvið metur þörf fyrir þjónustuna en Strætisvagnar Akureyrar sjá um framkvæmd hennar

Allar beiðnir um akstur eða breytingar á ferðum þurfa að tilkynnast daginn áður en akstur fer fram í síma 462 5959 fyrir kl. 15.00.

Akstursþjónustan er veitt virka daga kl: 7:30 - 23:30. Um helgar annast leigubifreiðar ferliþjónustu sem niðurgreidd er af Akureyrarbæ.

Akstursþjónusta á virkum dögum er gjaldfrjáls.

Síðast uppfært 26. apríl 2017
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?