Akstursþjónusta

Akstursþjónusta Akureyrarbæjar er ætluð til afnota fyrir þá einstaklinga sem vegna skertrar líkamlegrar og andlegrar færni sem rekja má til fötlunar, sjúkdóma eða aldurs geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur.

Megintilgangurinn er að notendur akstursþjónustunnar geti stundað vinnu, nám, notið heilbrigðisþjónustu, hæfingar og þjálfunar hvers konar og tómstunda.

Þjónustusvæði akstursþjónustunnar er Akureyri, nær einnig til endurhæfingaraðstöðu í Kristnesi.

Matshópur skipaður af sviðsstjóra búsetusviðs afgreiðir umsóknir.

Búsetusvið metur þörf fyrir þjónustuna en Strætisvagnar Akureyrar sjá um framkvæmd.

Allar beiðnir um akstur eða breytingar á ferðum þurfa að tilkynnast fyrir kl. 15.00 daginn áður en akstur fer fram, í síma 462 5959 .

Akstursþjónustan er veitt virka daga kl: 7:30 - 23:30 og er gjaldfrjáls.

Um helgar annast BSO akstursþjónustu sem niðurgreidd er af Akureyrarbæ með sérstökum ferðakortum.

Síðast uppfært 03. október 2019