Aldraðir

Þjónusta við aldraða á Akureyri er mjög fjölbreytt og miðar að því að þeir geti búið sem lengst heima með viðeigandi stuðningi. Boðið er upp á margs konar félagsstarf, heimaþjónustu, heimahjúkrun, dagþjálfun, hvíldarinnlagnir og fleira. 
Ef einstaklingur getur ekki lengur búið heima með viðeigandi stuðningi, eru öldrunarheimili á Akureyri þar sem markmiðið er að tryggja öldruðum vistlegt heimili, hjúkrun, þjálfun og aðhlynningu eftir þörfum hvers og eins með áherslu á vellíðan og ánægju íbúa.


Í felliglugga hægra megin á síðunni er listi yfir ýmsa aðstoð sem er í boði og hægt er að kynna sér hana nánar með því að smella á tenglana.

 

 

Síðast uppfært 21. júní 2017
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?