Gámasvæði og sorphirða

Förum rétta leið - bæklingur um flokkun.

Spurt og svarað - allt mögulegt um ruslatunnur, klippikort, gámasvæði ofl.

Terra - Norðurland (áður Gámaþjónusta Norðurlands) sér um sorphirðu á Akureyri.
Sími: 414 0200. 

SORPHIRÐUDAGATAL 2019

Sumaropnun gámasvæðis (16. maí til 15. ágúst):

Mánudaga til föstudaga kl. 13.00- 20.00.
Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00 - 17.00.

Vetraropnun gámasvæðis (16. ágúst til 15. maí):

Mánudaga til föstudaga kl. 13.00 - 18.00.
Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00 - 17.00.

Notendur þurfa klippikort til að komast inn á Gámasvæðið við Réttarhvamm. Kortin fást í þjónustuveri Ráðhússins, Geislagötu 9. Leigjendur verða að nálgast kortin hjá leigusala eða að kaupa sér kort. Kortið kostar 8.000 kr. Leigjendur hjá Akureyrarbæ sækja kortin til fjölskyldusviðs á Glerárgötu 26.

Klippt verður fyrir gjaldskyldan úrgang á meðan tekið verður á móti ógjaldskyldum úrgangi án greiðslu. Nauðsynlegt er að hafa klippikortið meðferðis þegar farið er á Gámasvæðið hvort sem um gjaldskyldan eða ógjaldskyldan úrgang er að ræða.

Hvert klipp er upp á 0,25m³ sem samsvarar 240ltr heimilistunnu. Ef að kort klárast þá verður hægt að kaupa aukakort. Gjaldskyldur og ógjaldskyldur úrgangur.

Grenndarstöðvar eru til móttöku á flokkuðum endurvinnsluúrgangi og eru víða á Akureyri (kort). 

Síðast uppfært 14. október 2019