Vistorka

vistorkaMarkmið Vistorku er að stuðla að framleiðslu umhverfisvæns eldsneytis með sjálfbærri nýtingu hráefnis sem fellur til á Eyjafjarðarsvæðinu. Auk þess að kanna mögulega nýtingu á þeim hliðarafurðum sem framleiðslunni tengjast og með hvaða hætti nýting og samspil þeirra getur stutt við meginmarkmiðin. Mat á áhrifum umhverfisvænnar eldsneytisframleiðslu á umhverfisáætlanir, kolefnisbúskap og ímynd fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á svæðinu er einnig hluti af verkefnum félagsins.

Græna trektin - Orka úr eldhúsinu

Græna trektin – Orka úr eldhúsinu er samstarfsverkefni Norðurorku, Orkuseturs, Vistorku og Gámaþjónustu Norðurlands. Orkey ehf., Efnamóttakan og fleiri söfnunaraðilar á úrgangi hafa á undanförnum árum lagt mikla vinnu í að byggja upp gott kerfi fyrir söfnun á notaðri steikingarolíu fyrir lífdísilframleiðslu Orkeyjar. Með því að nota grænu trektina er hægt að koma notaðri olíu og fitu í t.d. plastflöskur og skila á næstu grenndarstöð til endurnýtingar. Gámaþjónustufyrirtækin sækja síðan notaða steikingarolíu á veitingahús og mötuneyti á Akureyri. Olíunni er síðan komið til Orkeyjar sem býr til lífdísil úr henni sem aftur nýtist í samgöngum eða með því að hún fer í jarðgerð hjá Moltu. Þannig er úrgangsefnið endurnýtt en einnig komið í veg fyrir að fitan lendi í fráveitukerfinu og búi þar til stíflur. Nálgast má grænu trektina í þjónustuveri Norðurorku, þjónustuanddyri Ráðhússins og á Gámasvæði á Rangárvelli.

Græna trektin   Græna trektin

Nánari upplýsingar:

http://www.vistorka.is/is/frettir/graena-trektin-orka-ur-eldhusinu

https://www.vistorka.is/is/moya/tube/file/graena-trektin-2

http://ekofunnel.com/

https://www.no.is/is/um-no/frettir/graena-trektin

Skýrslur

Milljón tonn – Sviðsmynd Orkuseturs til 2030

Orkuskipti í samgöngum (pdf)

Samanburður á þjóðhagslegum kostnaði rafbíla og bensínbíla – ágúst 2017

Ísland og loftslagsmál – febrúar 2017