Samþykktar skipulagstillögur - Holtahverfi

Breyting á deiliskipulagi Holtahverfis, norður.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 16. febrúar 2021 deiliskipulag fyrir Holtahverfi norður.
Deiliskipulagið felur í sér nýja íbúðabyggð norðaustan við Krossanesbraut með blandaðri byggð fjölbýlishúsa, raðhúsa, parhúsa og einbýlishúsa. Umferðarskipulag verður bætt, nýir stígar og úti­vistar­­svæði verða í hverfinu og áhersla verður á vistvænt skipulag og umhverfisvænar sam­göngur.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 42. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Stórholts – Lyngholts.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 16. febrúar 2021 deiliskipulagsbreytingu fyrir Stórholt – Lyngholt.
Breytingin felur í sér að afmörkun skipulagssvæðisins breytist í samræmi við nýtt deiliskipulag Holtahverfis norður.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 42. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Sandgerðisbótar.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 16. febrúar 2021 deiliskipulagsbreytingu fyrir Sand­gerðis­bót.
Breytingin felur í sér að afmörkun skipulagssvæðisins breytist í samræmi við nýtt deiliskipulag Holta­hverfis norður.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 42. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Með auglýsingu þessari fellur úr gildi eldra deiliskipulag fyrir Einholt og deiliskipulag Undirhlíðar – Miðholts, ásamt síðari breytingum.

F.h. Akureyrarbæjar, 26. apríl 2021,

Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 11. maí 2021

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan