Samþykkt skipulagstillaga - Krókeyri

Skipulagsstofnun staðfesti 23. apríl 2021 óverulega breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. nóvember 2020.
Um er að ræða breytingu á ákvæðum svæðis fyrir samfélagsþjónustu merkt S1, Krókeyri. Fellt er út skilyrði um að svæðið verði eingöngu fyrir safnastarfsemi heldur verði þar safnasvæði og önnur samfélagsþjónusta.
Málsmeðferð var vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsstofnun, 23. apríl 2021.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 7. maí 2021

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan