Samþykkt skipulagstillaga - Heilsugæslur

Skipulagsstofnun staðfesti 3. júní 2021 breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem sam­þykkt var í bæjarstjórn 4. maí 2021.
Í breytingunni felst að landnotkun á svokölluðum tjaldsvæðisreit við Þórunnarstræti, sem að stærstum hluta er skilgreindur sem íbúðarbyggð, er breytt í miðsvæði og heimiluð uppbygging heilsu­gæslu auk íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu. Einnig er heimiluð starfsemi heilsugæslu innan íbúðarbyggðar ÍB19, á jarðhæð í fyrirhuguðu fjölbýlishúsi á lóð við Skarðshlíð 20.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsstofnun, 3. júní 2021.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 21. júní 2021

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan