Heilsugæslustöðvar – Niðurstaða bæjarstjórnar

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir heilsugæslustöðvar, niðurstaða bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 4. maí 2021 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna heilsugæslustöðva við Tjaldsvæðisreit og Skarðshlíð.
Breytingin felur í sér að svæði milli Byggðarvegar, Þingvallastrætis, Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis er skilgreint sem miðsvæði þar sem m.a. verður heimilt að byggja heilsugæslu. Þá er einnig breytt ákvæði sem nær til íbúðasvæðis merkt ÍB19 um að heimilt verði að byggja heilsugæslustöð á lóð nr. 20 við Skarðshlíð auk íbúða á efri hæðum.
Tillagan var auglýst frá 10. mars til 21. apríl 2021. Ein athugasemd barst. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Athugasemdin gaf ekki tilefni til breytinga á tillögunni.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan