Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og deiliskipulagi Innbæjar

Breytt Aðalskipulag Akureyrar
Breytt Aðalskipulag Akureyrar

Skipulagsráð Akureyrarbæjar kynnir hér með tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í að íbúðasvæði ÍB1 stækkar um 0,05 ha sunnan lóðar við Hafnarstræti 16 og verður eftir breytingu 18,35 ha. Samhliða minnkar opið svæði OP2 sem nemur stækkun íbúðasvæðisins.

Skipulagstillöguna má nálgast hér.

Samhliða kynningu á aðalskipulagsbreytingu er kynnt tillaga á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga. Sjá hér.

Breytingin felur í sér að lóð Hafnarstrætis 16 er stækkuð um rúmlega 500 m2 til suðurs, byggingarreitur stækkaður og heimilt verður að reisa allt að 300 m2 viðbyggingu við núverandi hús. Leyfilegur íbúðafjöldi verður sex íbúðir í stað einnar áður. Þá verður jafnframt gert ráð fyrir nýjum byggingarreit að hámarki 30 m2 fyrir geymsluskúr á NV hluta lóðar. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,158 í 0,270 og bílastæðum fjölgar úr fimm í tíu. Þá minnkar aðliggjandi lóð um sem nemur stækkun lóðarinnar Hafnarstrætis 16, eða um 530 m2 en til mótvægis verður leiksvæði á aðliggjandi lóð stækkað til austurs.

Uppdrætti með ofangreindum skipulagsbreytingum má nálgast hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrarbæjar frá 10. – 24.ágúst 2022. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu bæjarins: www.akureyri.isneðst á forsíðu undir: Auglýstar skipulagstillögur.

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér tillögurnar og koma ábendingum á framfæri. Ábendingum má skila á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs, Geislagötu 9, 600 Akureyri.

Frestur til að senda inn ábendingar um tillögurnar er til og með 24.ágúst 2022.

Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan