Deiliskipulag Móahverfis - Niðurstaða bæjarstjórnar

Tegundir íbúða og hæðir bygginga
Tegundir íbúða og hæðir bygginga

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 10. maí 2022 samþykkt tillögu að deiliskipulagi Móahverfis í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarhverfi vestan Borgarbrautar þar sem gert er ráð fyrir rúmlega eitt þúsund íbúðum í sérbýlis- og fjölbýlishúsum. Þá er jafnframt gert ráð fyrir útivistar- og almenningssvæðum ásamt verslun og þjónustu.

Samþykkta deiliskipulagstillögu má sjá hér og greinargerð með tillögunni hér.

Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 frá 9. mars til 25. apríl 2022. Fjórar athugasemdir bárust sem leiddu til smávægilegra breytinga á skipulaginu varðandi tengistíga. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 eða sent fyrirspurn á netfangið skipulag@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan