Um verkefnið

Þótt metnaður hafi verið lagður í að gera almenningssamgöngur aðgengilegar hjá Akureyrarbæ, einkum með gjaldfrjálsum strætó, þá er vilji til að koma enn frekar til móts við óskir íbúa um betra og skilvirkara kerfi, auka notkun, bæta nýtingu fjármuna, minnka bílaumferð og stuðla þannig að jákvæðum umhverfisáhrifum.

Sjá líka: Leiðarljós og nýjar áherslur 

Vinna við mótun á nýju leiðaneti hófst í september 2020. Undirbúningur verkefnisins hófst hins vegar í lok árs 2019 með gagnasöfnun. Gerð var almenn könnun meðal íbúa og ráðist í sérstakt samráð við börn og ungmenni sveitarfélagsins sem hægt er að lesa um hér.

Stýrihópur um nýtt leiðanet var stofnaður samkvæmt samþykkt í bæjarráði snemma árs 2020 og var í kjölfarið myndaður vinnuhópur með starfsfólki Akureyrarbæjar, EFLU verkfræðistofu, Strætó bs og fulltrúa notenda.

Fyrstu tillögur að nýju leiðaneti voru kynntar í október og hófst þá víðtækt kynningar- og samráðsferli sem leiddi af sér hátt í 200 ábendingar. 

Nýtt og endurskoðað leiðanet var kynnt í mars 2021 og hafði þá verið tekið tillit til meginþorra þeirra athugasemda sem bárust. 

Hér eru allar upplýsingar um nýja leiðanet SVA. Stefnt er að því að hefja akstur samkvæmt því sumarið 2021. 

Síðast uppfært 30. mars 2021