Taktu þátt í mótun leiðanetsins

ATH: Lokað hefur verið fyrir ábendingar. Unnið er að endurskoðun tillagna út frá þeim fjölmörgu ábendingum sem bárust í samráðsferlinu. 

Við erum að leita eftir hugmyndum og ábendingum varðandi legu leiða og staðsetningu stoppistöðva fyrir nýtt leiðanet. Allar ábendingar eru mikilvægar og verða til skoðunar. Óskað er eftir því að ábendingar berist eigi síðar en 18. nóvember. 

Ábendingar á gagnvirkum kortavef

Hér má skoða tillögur að leiðanetinu á gagnvirku korti og gera athugasemdir. 

Hægt er að senda inn hugmynd/ábendingu með því að velja hnappinn: "Add Comment" í efra hægra horninu. Til þess að athugasemd nýtist sem best er æskilegt að tilgreina leið og bæjarhluta og útskýra vel hvað er átt við. Einnig er hægt að stækka svæðið sem um ræðir áður en athugasemd er gerð og þá fylgir stækkaða myndin athugasemdinni og auðveldar úrvinnsluna. 

Þú getur fært kortið með því að halda niðri vinstri músartakkanum. Til að stækka eða minnka kortið er hægt að færa músarhjólið fram og til baka eða velja +/- í neðra hægra horninu.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um hverja leið með því að smella á leiðina á kortinu eða smella á leiðina í listanum vinstra megin á skjánum. Þegar leið hefur verið valin er hægt að finna fyrstu drög að tíðni yfir daginn fyrir leiðina. Athugið að tíðni liggur ekki endanlega fyrir og gæti tekið breytingum. Stefnt er að 15-20 mín. tíðni á annatíma. 

Hugmyndir að stoppistöðvum leiða birtast sem hvítir punktar þegar kortið hefur verið stækkað nægilega mikið. Auðvelt er að skoða mismunandi akstursstefnu leiðarinnar með því að smella á Inbound eða Outbound.

Neðst undir listanum til vinstri er hægt að sjá fjarlægð frá stoppistöðvum með því að velja augað. Við skipulagningu almenningssamgangna er gjarnan miðað við 400 m radius, en áætlað er að meðalmanneskja sé um fimm mínútur að ganga slíka vegalengd.

Almennar ábendingar 

Við tökum líka á móti almennum ábendingum og athugasemdum í gegnum netfangið nyttleidanet@akureyri.is 

Óskað er eftir því að athugasemdir berist eigi síðar en 18. nóvember. 

Kynntu þér málið nánar

Tillögurnar verða kynntar vel næstu vikurnar. Fylgstu með hér á heimasíðunni og á samfélagsmiðlum bæjarins. 

Rafrænn kynningarfundur um nýtt leiðanet verður haldinn miðvikudaginn 11. nóvember kl. 17. Fundurinn verður opinn almenningi og tekinn upp þannig að sem flestir geti kynnt sér efnið að honum loknum. Nánari upplýsingar og dagskrá verður auglýst á næstu dögum

Kynningarefni verður sett upp á Glerártorgi í næstu viku og geta gestir og gangandi skoðað tillögurnar og helstu upplýsingar á myndrænan hátt. Stefnt hefur verið að því að starfsfólk Akureyrarbæjar verði á svæðinu á tilteknum tímum, segi frá verkefninu og taki á móti ábendingum en vegna útbreiðslu Covid-19 og sóttvarnaaðgerða er ólíklegt að það verði mögulegt. Ef aðstæður breytast á næstunni verður viðvera starfsfólks auglýst sérstaklega.

Áhersla er lögð á að ná til sem flestra hópa samfélagsins og að allir sem vilja geti komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Sérstaklega verður leitað til hverfisnefnda, félaga og mikilvægra hagsmunahópa og boðið upp á samtöl og óskað eftir athugasemdum. 

Síðast uppfært 03. desember 2020