Bifreiðastæðaklukkur

Á Akureyri eru notaðar bifreiðastæðaklukkur í þar til gerð merkt stæði sem eru ekki gjaldskyld að öðru leyti.

Klukkurnar má nálgast á bensínstöðvum, í bönkum og í Ráðhúsinu, Geislagötu 9. Klukkuna skal stilla á komutíma í stæði.

Ef engar klukkur eru fáanlegar má nota í þeirra stað miða sem komið er fyrir innan við framrúðu bifreiðar og sýnir komutíma í stæði, til dæmis "Lagt kl. 14.15".

Síðast uppfært 27. desember 2016