BŠjarfulltr˙ar ß Akureyri 2010 - 2014

Bæjarstjórnarkosningar fóru fram á Akureyri laugardaginn 29. maí 2010.

Niðurstöður kosninganna urðu sem hér segir:

A - listi Bæjarlistans  799 atkv.   8,38% 1 bæjarfulltrúi
B - listi Framsóknarflokksins 1.177 atkv. 12,34% 1 bæjarfulltrúi
D - listi Sjálfstæðisflokksins 1.220 atkv. 12,79% 1 bæjarfulltrúi
L - listi fólksins 4.142 atkv. 43,43% 6 bæjarfulltrúar
S - listi Samfylkingarinnar 901 atkv. 9,45% 1 bæjarfulltrúi
V - listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs 960 atkv. 10,07% 1 bæjarfulltrúi

Á kjörskrá voru 12.777 en atkvæði greiddu 9.537 eða 74,6%.
Auðir seðlar voru 310 (3,25%). Ógildir seðlar voru 28 (0,29%)

Bæjarfulltrúar á kjörtímabilinu 2010-2014 eru þessir: 

Andrea_Hjalmsdottir 

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
er kosin af V-lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.

Andrea fæddist árið 1970 á Akranesi en hefur verið búsett á Akureyri síðastliðin 10 ár. Hún lauk sveinsprófi í gullsmíði árið 1996 og starfaði sem slík til ársins 2002 þegar hún hóf nám í Háskólanum á Akureyri. Þaðan útskrifaðist hún með BA gráðu í nútímafræði og samfélags-­ og hagþróunarfræði. Andrea lauk meistaraprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Bresku Kólumbíu haustið 2009 og starfar sem lektor við hug-­ og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri.

Hún er gift Halli Gunnarssyni tölvunarfræðingi og þau eiga tvær dætur, Fönn 10 ára og Dögun 5 ára. Andrea tekur þátt í pólitík vegna þess að hún vil leggja sitt af mörkum til að byggja réttlátt og framsýnt þjóðfélag.

Nefndir og ráð 2010-2014:

 • Stjórnsýslunefnd til 18. september 2012
 • Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði
 • 2. varaforseti bæjarstjórnar

Netfang: andrea@kanada.is  

GeirAdalsteins2010 

Geir Kristinn Aðalsteinsson
er kosinn af L-lista fólksins.

Geir Kristinn Aðalsteinsson er fæddur á Akureyri þann 7. febrúar 1975. Hann ólst upp á Akureyri, varð stúdent frá VMA árið 1996 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 2002. Geir Kristinn fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Árósa í Danmörku árið 2004 og lauk þar mastersnámi í markaðsfræðum (d. Marketingøkonomi).  Geir Kristinn hóf störf sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Vodafone í Reykjavík árið 2006. Hann fluttist aftur til Akureyrar árið 2007 ásamt fjölskyldu sinni, tók við starfi rekstrarstjóra Vodafone á Norðurlandi og starfar við það.

Geir Kristinn lék handknattleik til fjölda ára með Þór, KA og KR og hefur þjálfað unglingaflokka í handknattleik síðastliðin þrjú ár.

Geir Kristinn er í sambúð með Lindu Guðmundsdóttur bankastarfsmanni og eiga þau saman þrjá drengi.

Nefndir og ráð 2010-2014:

 • Forseti bæjarstjórnar
 • Bæjarráð

Netfang: geir@akureyri.is 


 

Guðmundur Baldvin Guðmundsson
er kosinn af B-lista Framsóknarflokksins.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson er fæddur 18. desember 1962 á Akureyri. Guðmundur er stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri, hefur lokið þriggja anna rekstrar- og viðskiptanámi frá  Háskólanum á Akureyri og lauk prófi í verðbréfaviðskiptum 2006. Hann hefur m.a. starfað hjá Ríkisskattstjóra, Endurskoðun Akureyri (nú KPMG) og í 10 ár starfaði hann hjá Samherja hf., síðustu árin sem fjármálastjóri fyrirtækisins.  Hann starfar nú sem skrifstofustjóri Stapa lífeyrissjóðs.

Guðmundur hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum m.a. hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar þar sem hann sat í aðalstjórn félagsins um tíma, hefur auk þess setið í stjórnum ýmissa félaga og syngur í Karlakór Akureyrar Geysi.

Guðmundur er kvæntur Soffíu Gísladóttur forstöðumanni Vinnumálastofnunar á Norðurlandi og eiga þau samtals 7 börn á aldrinum 10 til 25 ára.

Nefndir og ráð 2010-2014:

 • Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði
 • Stjórnsýslunefnd til 18. september 2012

Netfang: gbg1@simnet.is 

HallaReynis2010

Halla Björk Reynisdóttir
er kosin af L-lista fólksins. 

Halla Björk Reynisdóttir er fædd á Akureyri 17. september 1967. Hún ólst upp á Akureyri og Ísafirði og varð stúdent frá MA 1988. Halla Björk lauk atvinnuflugmannsnámi árið 1990. Eftir að hafa stofnað fjölskyldu hóf Halla Björk nám í flugumferðarstjórn og hefur unnið sem flugumferðarstjóri á Akureyrarflugvelli síðan 1998. Halla Björk útskrifaðist síðan sem viðskiptafræðingur á stjórnunarsviði frá Háskólanum á Akureyri vorið 2009. Halla Björk hefur tekið virkan þátt á félagsmálum og meðal annars setið í stjórn FÍF.

Halla Björk er gift Prebeni Jóni Péturssyni framkvæmdarstjóra og eiga þau saman þrjú börn, þau Margréti Ýri 19 ára, Reyni Dag 15 ára og Halldóru Kolku 8 ára.

Nefndir og ráð 2010-2014: 

 • Bæjarráð, formaður frá og með 5. júní 2012
 • Stjórn Akureyrarstofu, formaður 

Netfang: hallabjork@akureyri.is  

HlinBolladottir2010 

Hlín Bolladóttir
er kosin af L-lista fólksins.

Hlín Bolladóttir er fædd á Akureyri þann 22. júlí 1963, bjó fyrstu tvö ár ævinnar í Hrísey en er annars alin upp í Laufási við Eyjafjörð. Hún varð stúdent frá MA árið 1982. Í framhaldi af því kenndi hún einn vetur í Gagnfræðaskóla Akureyrar og fór síðan til náms í lýðháskóla í Noregi í eitt ár. Hlín útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands árið 1987 og hefur kennsla verið hennar aðalstarf síðan auk þess sem hún hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi með unglingum. Hlín stundaði nám í nútímafræði við HA árin 2007-2009. Hún flutti til Akureyrar haustið 2009 og er nú kennari við Oddeyrarskóla á Akureyri.

Hlín á börnin Gyrði Örn Egilsson og Þórunni Þöll Egilsdóttur.

Nefndir og ráð 2010-2014:

 • Samfélags- og mannréttindaráð
 • Stjórnsýslunefnd til 18. september 2012

Netfang: smarinn9@mi.is 

IndaGunnars2010

Inda Björk Gunnarsdóttir
er kosin af L-lista fólksins.

Inda Björk Gunnarsdóttir er fædd þann 17. maí 1971. Inda Björk ólst upp á Akureyri, stundaði nám í Glerárskóla og síðan við VMA. Árið 1991 hóf hún nám við Fóstruskóla Íslands og útskrifaðist þaðan sem leikskólakennari árið 1994. Að loknu námi fluttist hún á Siglufjörð þar sem hún starfaði við leikskólann Leikskála í tvö ár, bæði sem deildarstjóri og aðstoðarskólastjóri. Árið 1996 fluttist Inda Björk til Noregs. Fyrstu tvö árin starfaði hún sem aupair en síðar sem skólastjóri leikskólans Skaubo í Bærum. Eftir fjögurra ára dvöl í Noregi og áður en hún hélt aftur heim til Íslands, dvaldist hún hálft ár í Sitges á Spáni og hálft ár á Rarotonga í Suður-Kyrrahafi.

Eftir heimkomuna 2001 hefur Inda Björk meðal annars starfað á leikskólanum Krógabóli, skóladeild Akureyrar og síðan í ágúst 2003 sem aðstoðarskólastjóri leikskólans Naustatjarnar.

Inda Björk er gift Guðna Hannesi Guðmundssyni mjólkurfræðingi og eiga þau tvö börn, Dag 4 ára og Dagmar 2 ára. Fyrir átti Guðni Hannes dótturina Sigrúnu Lilju.

Nefndir og ráð 2010-2014:

 • Félagsmálaráð, formaður til 4. febrúar 2014

Netfang: indabjork@akureyri.is 

 Logi Már Einarsson

Logi Már Einarsson
er kosinn af S-lista Samfylkingarinnar

Logi Már Einarsson er fæddur á Akureyri 21. ágúst 1964 og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1985 og lauk námi í arkitektúr við AHO í Osló, Noregi árið 1992. Logi hefur unnið á ýmsum arkitektastofum á Akureyri og í Reykjavík en rekur nú eigin teiknistofu. Þá er Logi varaþingmaður Samfylkingarinnar á yfirstandandi kjörtímabili og hefur setið á þingi  nokkrum sinnum.

Logi hefur í gegnum tíðina tekið virkan þátt í félagsmálum og m.a. verið formaður Arkitektafélags Íslands.

Logi er giftur Arnbjörgu Sigurðardóttur lögmanni og eiga þau tvö börn.

Nefndir og ráð 2010-2014:

 • Bæjarráð

Netfang: logi@akureyri.is

OddurHelgi2010

Oddur Helgi Halldórsson
er kosinn af L-lista fólksins.

Oddur Helgi Halldórsson er fæddur á Akureyri 24. mars 1959. Hann er blikksmíðameistari og hefur rekið fyrirtækið Blikkrás ehf. í 25 ár. Oddur útskrifaðist auk þess sem iðnrekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri 1992. Foreldrar hans eru Sigríður Kristjánsdóttir úr Bótinni í Glerárhverfi og Halldór Árnason (Dóri skó).

Oddur Helgi var varamaður í bæjarstjórn frá 1994 en aðalmaður frá 1997. Frá 1998 hefur Oddur Helgi  verið bæjarfulltrúi fyrir L-listann, lista fólksins, á Akureyri. Hann hefur setið í bæjarráði frá 1998. Einnig hefur hann setið í íþrótta- og tómstundaráði (1994-1998), byggingarnefnd (1994-1998), hafnarnefnd (1998-2002), stjórn Norðurorku (1998-2002), framkvæmdaráði og stjórn Fasteigna (2002-2006), stjórnsýslunefnd frá 2002 og í stjórn lífeyrissjóðs STAK frá 2002. Auk þess hefur Oddur Helgi setið í fjölmörgum vinnuhópum og nefndum fyrir hönd bæjarins.

Oddur Helgi er kvæntur Margréti Hörpu Þorsteinsdóttur skólaliða og eiga þau þrjú börn:  Helgu Mjöll fatahönnuð fædda 1980, hún er gift Degi Fannari Dagssyni og eiga þau dótturina Mónu Ísafold fædda 2006, Halldór héraðsdómslögmann  fæddan 1983, hann er í sambúð með Mattheu Oddsdóttur lögfræðingi, og að lokum Júlíu Þóru fædda 1995.

Nefndir og ráð 2010-2014:

 • Bæjarráð, varaformaður
 • Bæjarráð, formaður til og með 5. júní 2012
 • Framkvæmdaráð, formaður
 • 1. varaforseti bæjarstjórnar

Netfang: oddurhelgi@akureyri.is 

Olafur-Jonsson-2010

Ólafur Jónsson
er kosinn af D-lista Sjálfstæðisflokks.

Ólafur er fæddur árið 1957 í Ósló en ólst upp á Egilsstöðum. Hann lauk landsprófi frá Alþýðuskólanum á Eiðum og brautskráðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1977. Hann lauk Cand.med vet.-prófi frá Dýralæknaháskólanum í Ósló í desember 1982. Hann hefur einnig lokið 3ja anna framleiðslutækninámi við Landbúnaðarháskólann að Ási í Noregi árið 1996 og stjórnunarnámi á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri og Eyþings vorið 2003. Ólafur var framkvæmdastjóri Bústólpa ehf á Akureyri frá 2001-2007 og þar áður starfaði hann sem gæðastjóri Kaldbaks og mjólkursamlagsins á Akureyri. Hann hefur einnig starfað við stundakennslu, rannsóknir og ráðgjöf í gæðastjórnun. Ólafur er héraðsdýralæknir í Skagafjarðar- og Eyjafjarðarumdæmi.

Ólafur er kvæntur Eddu Kristrúnu Vilhelmsdóttur þjóðfélagsfræðingi og eiga þau tvo syni.

Nefndir og ráð 2010-2014:

 • Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði
 • Stjórnsýslunefnd til 18. september 2012

Netfang: olafurjons@akureyri.is 

SigurdurGudmundsson2010

Sigurður Guðmundsson
er kosinn af A-lista Bæjarlistans.

Sigurður er fæddur í Kaupmannahöfn þann 8. mars 1969. Hann hefur alist upp og búið á Akureyri frá eins árs aldri. Sigurður lauk stúdentsprófi af verslunarbraut í VMA 1989. Að stúdentsprófi loknu vann hann ýmis störf og vann m.a. mikið sem sjómaður. Fyrir um 10 árum síðan opnaði  hann verslunina Víking og rekur nú Víkingsverslanir bæði á Akureyri og í Reykjavík.

Sigurður er kvæntur Jónborgu Sigurðardóttur myndlistarmanni, sem er fædd 2. júlí 1966. Saman eiga þau þrjú börn: Kolfinnu Frigg f. 1998, Guðmund Karl f. 1999 og Sjöfn f. 2006 auk þess sem hann á 2 stjúpbörn, þ.e.a.s. eldri börn Jónborgar, Sigurð Dóra f. 1984 og Selmu f. 1988.

Nefndir og ráð 2010-2014:

 • Skipulagsnefnd
 • Bæjarráð

Netfang: sigurdur@akureyri.is 

TryggviGunnars2010

Tryggvi Þór Gunnarsson
er kosinn af L-lista fólksins.

Tryggvi Gunnarsson er fæddur í Reykjavík þann 13. maí 1965. Hann stundaði nám í uppeldisfræði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Tryggvi hefur meðal annars starfað í Búnaðarbanka Íslands hinum forna, sem sölumaður hjá Toyota og í heildversluninni Innnes. Hann starfar nú sem deildarstjóri hjá Húsasmiðjunni.

Tryggvi hefur víða komið við í félagsmálum og til að mynda starfað sem knattspyrnuþjálfari hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar til fjölda ára auk þess að vera varaformaður í aðalstjórn K.A. Tryggvi hefur setið í stjórn Akureyrarstofu auk þess að hafa setið í ýmsum nefndum fyrir hönd L-listans svo sem áfengis- og vímuvarnarnefnd, jafnréttisnefnd og sem varamaður í skólanefnd.

Tryggvi er kvæntur Auði Þorsteinsdóttur og eiga þau 4 börn.

Nefndir og ráð 2010-2014:

 • Samfélags- og mannréttindaráð, varaformaður
 • Stjórnsýslunefnd, formaður, til 18. september 2012

Netfang: tryggvig@akureyri.is 

Hermann Jón Tómasson (S) var bæjarfulltrúi til 16. ágúst 2012.
Logi Már Einarsson (S) tók sæti í bæjarstjórn 16. ágúst 2012.

Varabæjarfulltrúar kjörtímabilið 2010-2014:

Anna Hildur Guðmundsdóttir (A)

Edward H. Huijbens (V)

Helgi Snæbjarnarson (L)

Njáll Trausti Friðbertsson (D)

Petra Ósk Sigurðardóttir (B)

Ragnar Sverrisson (S) *

Sigmar Arnarsson (L)

Sigríður M. Hammer (L)

Sigurveig B. Bergsteinsdóttir (L)

Silja Dögg Baldursdóttir (L)

Víðir Benediktsson (L)

* Logi Már Einarsson tók sæti varabæjarfulltrúa í stað Sigrúnar Stefánsdóttur 21. desember 2010.
* Ragnar Sverrisson tók sæti varabæjarfulltrúa í stað Loga Más Einarssonar 16. ágúst 2012.

Viltu koma einhverju ß framfŠri var­andi efni sÝ­unnar?

Safnreitaskil
Safnreitaskil
Safnreitaskil
captcha