BŠjarfulltr˙ar ß Akureyri 2002 - 2006

Bæjarstjórnarkosningar fóru fram 25. maí 2002. Fimm listar voru boðnir fram. Úrslit kosninganna urðu sem hér segir:

B - listi Framsóknarflokksins 2.124 atkv. 24,1% 3 bæjarfulltrúar
D - listi Sjálfstæðisflokksins 3.144 atkv. 35,6% 4 bæjarfulltrúar
L - listi fólksins 1.568 atkv. 17,8% 2 bæjarfulltrúar
S - listi Samfylkingarinnar 1.225 atkv. 13,9% 1 bæjarfulltrúi  
U - listi vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs 769 atkv. 8,7% 1 bæjarfulltrúi  


Á kjörskrá voru 11.240 en atkvæði greiddu 9.041 eða 80,44%. Bæjarstjórn skipa nú 6 konur og 5 karlar en konur hafa aldrei áður verið fleiri en karlar sem aðalfulltrúar í bæjarstjórn Akureyrar.

Bæjarfulltrúar á kjörtímabilinu 2002 - 2006 eru þessir:

 

 

 

  

Gerður Jónsdóttir
er kosin af B-lista Framsóknarflokksins

Gerður fæddist árið 1950 og er uppalin í Eyjafirði. Hún er tækniteiknari frá Iðnskólanum á Akureyri og stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og hefur sótt námskeið við háskólann í Bonn í Þýskalandi og Háskólann á Akureyri. Hún starfaði sem tækniteiknari hjá Raftákni, var leiðbeinandi við Gagnfræðaskólann á Akureyri og við Síðuskóla og nú síðast við Lundarskóla.
Gerður hefur ekki áður setið í bæjarstjórn.
Gerður er gift Árna V. Friðrikssyni og börn þeirra eru Jón Heiðar, 34 ára rafmagnstæknifræðingur, Anna Kolbrún, 32 ára, sem er að ljúka þroskaþjálfa- og uppeldisfræðingsnámi í Danmörku, og loks Katrín, 22 ára nemi í fjölmiðlunarfræðum við háskólann í Siegen Þýskalandi.

 

 

 

 

Jakob Björnsson
er kosinn af B-lista Framsóknarflokksins

Jakob fæddist árið 1950 og ólst upp í Vopnafirði. Hann var í Laugaskóla og síðan í Samvinnuskólanum á Bifröst og stundaði framhaldsnám á vegum SÍS, starfsnám með m.a. viðkomu í deildum Sambandsins og viðskiptadeild HÍ. Loks lærði hann við Samvirkeinstetuttet í Bærum í Noregi. Hann starfaði hjá Iðnaðardeild Sambandsins og Skinnaiðnaði, var bæjarstjóri á Akureyri 1994 - 1998 og hefur nú undanfarið starfað hjá Orkusjóði.
Jakob hefur verið bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn frá 1990.
Jakob er giftur Lindu Barböru Björnsson. Sonur þeirra er Sverrir Andreas Björnsson, 25 ára viðskiptafræðingur og handboltamaður hjá UMFA.

 

  

 

Jóhannes G. Bjarnason
er kosinn af B-lista Framsóknarflokksins.

Jóhannes fæddist árið 1962 og ólst upp á Akureyri. Hann er íþróttakennari, uppalinn á Akureyri, og starfar við Brekkuskóla, en hefur starfað sem þjálfari í handbolta og fótbolta hjá KA og er nýráðinn til að þjálfa Íslandsmeistara KA í handbolta.
Jóhannes hefur ekki áður setið í bæjarstjórn.
Hann er kvæntur Kristínu Hilmarsdóttur. 

 

 

 

 

 

 

  

 

Kristján Þór Júlíusson
er kosinn af D-lista Sjálfstæðisflokksins.

Kristján Þór fæddist árið 1957. Hann ólst upp á Dalvík, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og 1. og 2. stigi skipstjórnar frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Að auki á hann að baki nám í íslensku og almennum bókmenntum við Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla.
Kristján Þór var stýrimaður og skipstjóri á skipum frá Dalvík og kenndi við Stýrimannaskólann á Dalvík og einnig við Dalvíkurskóla. Hann bæjarstjóri á Dalvík 1986 til 1994 og bæjarstjóri á Ísafirði 1996 til 1997. Frá árinu 1998 hefur Kristján Þór verið bæjarstjóri á Akureyri auk þess að sitja í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Eiginkona hans er Guðbjörg Ringsted, grafíklistamaður, og eiga þau fjögur börn, Maríu (17 ára), Júlíus (15 ára), Gunnar (11 ára) og Þorstein (5 ára).

 

 

 

 

Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
er kosin af L-lista fólksins.

arsibil fæddist árið 1963. Hún er sjúkraliði að mennt og starfar sem slík.
Hún var varabæjarfulltrúi L-listans á síðasta kjörtímabili.
Eiginmaður Marsibilar Fjólu er Njáll Harðarson og eiga þau tvö börn; Svölu Fanneyju og Ragnar Snæ, en einnig barnabarn; Emelíu Kolku.

 

 

 

  

Oddur Helgi Halldórsson
er kosinn af L-lista fólksins.

Oddur Helgi fæddist árið 1959 og ólst upp á Akureyri. Hann er blikksmíðameistari og iðnrekstrarfræðingur og rekur eigið fyrirtæki, Blikkrás. Hann var vara- og aðalbæjarfulltrúi Akureyrarbæjar fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 1994-1998 og bæjarfulltrúi fyrir L-lista fólksins frá árinu 1998.
Eiginkona Odds Helga er Margrét Harpa Þorsteinsdóttir og eiga þau 3 börn; Helgu Mjöll, Halldór og Júlíu Þóru. 

 

 

Oktavía Jóhannesdóttir
er kosin af S-lista Samfylkingarinnar.

Hún er fædd árið 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá öldungadeild Verkmenntaskólans á Akureyri 1993.
Oktavía var bæjarfulltrúi S-listans á síðasta kjörtímabili. Hún er gift Karli Gunnlaugssyni og eiga þau fimm börn. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigrún Björk Jakobsdóttir
er kosin af D-lista Sjálfstæðisflokksins.

igrún Björk Jakobsdóttir fæddist árið 1966. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund og stundaði nám í hótelstjórnun við IHTTI hótelstjórnunarskólann í Lucerne í Sviss. Vorið 2001 lauk hún síðan 30 eininga námi í nútímafræðum við Háskólann á Akureyri. Sigrún Björk var í starfsnámi á Hótel Fujiya í Japan, var hótelstjóri á Hótel Austurlandi, starfaði í sölu- og markaðsdeild Hótel Íslands og var hótelstjóri á Hótel Norðurlandi. Hún starfaði sem ferðaskipuleggjandi og deildarstjóri hjá Úrvali-Útsýn, var verkefnastjóri hjá Menntasmiðjunni á Akureyri og frá 1999 hefur hún starfað sem verkefnastjóri hjá Price Waterhouse Coopers við stjörnuflokkun gististaða fyrir Ferðamálaráð Íslands.
igrún hefur ekki áður setið í bæjarstjórn.
Eiginmaður Sigrúnar er Jón Björnsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, og eiga þau tvö börn, Kamillu Dóru (6 ára) og Björn Kristin (4 ára).

 

 

 

 

 

 

 

Valgerður Hjördís Bjarnadóttir
er kosin af U-lista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.

Valgerður fæddist árið 1954 og ólst upp á Akureyri. Hún tók stúdentspróf frá MA 1974, stundaði um tíma nám í sálarfræði, frönsku og leikhúsfræðum, en lauk námi í félagsráðgjöf frá Noregi 1980. Hún lauk BA prófi í heildrænum fræðum 1996 og síðar MA námi í kvennafræðum á sviði trúarheimspeki.
Valgerður hefur starfað sem félagsráðgjafi við FSA og kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri, hún starfaði við norræna jafnréttisverkefnið Brjótum múrana og við mörg alþjóðleg verkefni á ýmsum sviðum. Valgerður var fyrsti jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar og árið 1998 tók hún við forstöðu Menntasmiðjunnar og sinnti því starfi í tvö ár, þar til hún var ráðin framkvæmdastýra nýstofnaðrar Jafnréttisstofu.

Valgerður er formaður Leikfélags Akureyrar.
Valgerður sat í bæjarstjórn fyrir Kvennaframboðið á Akureyri 1982 - 1986 og var þá m.a. forseti bæjarstjórnar.
Valgerður er ógift og á 19 ára dóttur, Sunnu.

 

 

 

 

 

Þóra Ákadóttir
er kosin af D-lista Sjálfstæðisflokksins.

Þóra fæddist árið 1954. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og hjúkrunarfræðinámi frá Hjúkrunarskóla Íslands. Einnig á hún að baki viðbótarnám í rekstri og heilbrigðisstjórnun.
Þóra hefur verið hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík og Kristnesspítala og deildarstjóri og starfsmannastjóri hjúkrunar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri frá 1994.
Þóra hefur verið varamaður og síðar aðalmaður í bæjarstjórn Akureyrar fyrir Sjálfstæðisflokkinn á yfirstandandi kjörtímabili og síðustu mánuði verið forseti bæjarstjórnar.
Eiginmaður hennar er Ólafur B. Thoroddsen, skólastjóri Síðuskóla, og eiga þau 3 syni, Áka (27 ára), Braga (21 árs) og Egil (19 ára).

 

 

 

Þórarinn B. Jónsson
er kosinn af D-lista Sjálfstæðisflokksins.

Þórarinn fæddist árið 1944 og ólst upp á Akureyri. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og stundaði að því loknu verslunarnám í Bandaríkjunum.
Þórarinn hefur starfað hjá tryggingafélaginu Sjóvá og síðar Sjóvá/Almennum og hefur verið umboðsmaður Sjóvá á Akureyri og síðan Sjóvá/Almennra eftir sameiningu Sjóvá og Almennra trygginga árið 1989.
Þórarinn kom inn í bæjarstjórn Akureyrar fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1994 og hefur átt þar sæti síðan. Eiginkona hans er Hulda Vilhjálmsdóttir, húsmóðir, og eiga þau þrjár dætur, Heiðbjörtu Evu (37 ára), Þórhildi Elvu (28 ára) og Eydísi Elvu (25 ára).
   

Viltu koma einhverju ß framfŠri var­andi efni sÝ­unnar?

Safnreitaskil
Safnreitaskil
Safnreitaskil
captcha