Yfirborðsmerkingar - útboð

Mynd: Auðunn Níelsson.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Umhverfis og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í yfirborðsmerkingar gatna á Akureyri fyrir árið 2021.

Um tvö útboð er að ræða, annars vegar yfirborðsmerkingar með mössun, sprautuplasti og málningu og hins vegar stakar merkingar.

Helstu magntölur á ári:

Mössun:
Sprautuplast, akreinalínur um 20.000 m
Vélmálaðar, kant- og hindrunarlínur um 10.000 m
Massaðar örvar um 250 stk.
Massaðar gangbrautir o.fl. um 1.500 m²

Stakar merkingar:
Markalínur bifreiðastæða um 4.000 m
Biðskylduþríhyrningar um 200 stk.
Málaðir gangbrautarsebrar um 400 m²
Ferningar við hraðahindranir um 1.200 stk.
Skott um 3.000 m

Útboðsgögnin verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með
fimmtudeginum 8. apríl nk.

Útboðsgögn fyrir "Yfirborðsmerkingar 2021-2023" eru aðgengilegar í þessum hlekk:

Yfirborðsmerkingar 2021-2023

Útboðsgögn fyrir "Stakar yfirborðsmerkingar 2021-2023" eru aðgengilegar í þessum hlekk:

Stakar yfirborðsmerkingar 2021-2023

Athugið að þetta er sitthvort útboðið.

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl. 13.00 miðvikudaginn 28. apríl 2021 og verða tilboð opnuð á sama tíma að viðstöddum rafrænt þeim bjóðendum sem þess óska.