Útboð á afþreyingu í Hlíðarfjalli

Akureyrarbær leitar eftir aðila til að koma með nýja afþreyingu á eða í kringum svæði Hlíðarfjalls.

Hlíðarfjall er mest þekkt sem skíðasvæði en hefur á síðari árum einnig orðið vinsæll vettvangur fyrir fjallahjól, fjallaskíði og gönguferðir. Auk þess sem skíðalyftur hafa verið í boði á sumrin síðustu ár og hefur svæðið þróast í að vera vinsælt heilsárs afþreyingar- og útivistarsvæði. Ný afþreying myndi efla Hlíðarfjall enn frekar sem afþreyingar- og útivistarsvæði.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með föstudeginum 24. mars 2023.

Umsóknum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en þann 28. apríl 2023 kl. 13:00

Akureyrarbær áskilur sér þann rétt að samþykkja eina eða fleiri tillögur eða hafna öllum.