Skautahöllin á Akureyri - útboð á viðbyggingu við félagsaðstöðu

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í stækkun efri hæðar og bæta við þeirri þriðju í norður enda Skautahallarinnar, byggja stigahús og koma fyrir lyftu samkvæmt verklýsingu, samtals gólfflötur er um 300 m² og viðbygging stigahús er um 30 m².

Framkvæmdatími er frá undirskrift samnings með verklokum þann 1. maí 2023

Ákveðnum verkþáttum verði lokið þann 15. ágúst 2022.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi á útboðsvef Akureyrarbæjar, frá og með 15. desember 2021.
Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita tilboðið rafrænt fyrir hönd fyrirtækisins.

Kynningarfundur og vettvangsskoðun verður kl. 13.00 miðvikudaginn 22 desember 2021

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl. 11.00 miðvikudaginn 21. janúar 2022 og verða tilboð opnuð á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.