Útboð hjá Umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar

Íþróttahöllin á Akureyri
Íþróttahöllin á Akureyri

Umhverfis- og mannvirkjasvið auglýsti þrjú útboð í vikunni og munu enn fleiri útboð vera auglýst á næstu vikum. Útboðin sem eru í gangi núna eru: Endurnýjun girðingar umhverfis leikskólann Iðavöll, utanhússmálun og múrviðgerðir á Íþróttahöllinni á Akureyri og Hákarlasafninu í Hrísey. Útboðsgögn má nálgast í gegnum netfangið umsarekstur@akureyri.is

Umhverfis og- mannvirkjasvið Akureyrarbæjar (UMSA) óskar eftir tilboðum í endurnýjun á girðingu umhverfis lóð leikskólans Iðavallar. Innifalið í verði skal vera allur kostnaður við niðurrif á eldri girðingu og förgun á henni, smíði og uppsetningu á nýrri girðingu samkvæmt verðkönnunargögnum.
Æskilegt er að verktaki nýti sumarfrí í leikskólanum til vinnu á staðnum sem verður frá 29. júní til 24. júlí 2020.
Útboðsgögn verða aðgengileg í gegnum tölvupóstfangið umsarekstur@akureyri.is þann 19. febrúar 2020.
Tilboð skulu berast Umhverfis- og mannvirkjasviði 4. hæð Geislagötu 9, 600 Akureyri eigi síðar en kl. 11.00 þann 4. mars og verða tilboð opnuð á sama tíma og stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í utanhússmálun og múrviðgerðir
á Íþróttahöllinni á Akureyri og Hákarlasafninu í Hrísey.
Útboðsgögn verða send á rafrænu formi til þeirra sem þess óska, frá og með 24. febrúar 2020.
Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið umsarekstur@akureyri.is og óskið eftir gögnum.
Tilboðum skal skila til Umhverfi- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar Geislagötu 9, fyrir kl. 11.00 mánudaginn 16. mars 2020 og verða tilboð opnuð á sama stað og tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan