Útboð á snjómokstri og hálkuvörnum 2019-2022

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Umhverfis-og mannvirkjasvið, fyrir hönd Akureyrarbæjar, óskar eftir tilboðum í tímavinnu við snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri árin 2019-2022. Verkefnið felst í hreinsun á snjó og krapa af götum, gangstígum og bifreiðastæðum auk sandburðar á götur, gangstíga og bifreiðastæði.

Útboð þetta er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Útboðsgögn verða afhent rafrænt og skulu þeir sem óska eftir útboðsgögnum fyrir verk þetta senda tölvupóst á netfangið umsarekstur@akureyri.is frá og með föstudeginum 6. september nk. þar skal koma fram nafn tengiliðar vegna útboðsins, símanúmer, netfang og nafn fyrirtækis.

Tilboð skulu berast skrifstofu Umhverfis- og mannvirkjasviðs að Geislagötu 9, 600 Akureyri í lokuðu umslagi merkt "Snjómokstur 2019 – 2022", fyrir kl. 13:00 föstudaginn 27. september 2019 og verða þau opnuð í viðurvist bjóðenda sem þess óska.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan