Útboð á smíði og uppsetningu á tveimur lausum kennslustofum við leikskólann Lundarsel

Umhverfis- og mannvirkjasvið óskar eftir smíði og uppsetningu á tveimur fullbúnum lausum kennslustofum fyrir leikskóla á Akureyri samkvæmt útboðsgögnum. Húsin verða staðsett við Lundarsel ( á lóð Lundarskóla) og tengd við stofur sem fyrir eru á lóðinni. Um er að ræða tvær kennslueiningar um 80 m² hvor og forstofa um 40 m². Samtals er byggingin um að ræða um 200 m² nýbyggingu og tengingu við hús á staðnum. Verklok eru 15. september 2019. 
Útboðsgögn verða send á rafrænu formi til þeirra sem þess óska, frá og með mánudeginum 18. mars 2019. Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið umsarekstur@akureyri.is og óskið eftir gögnum. 
Vettvangsskoðun verður 21. mars kl. 13.00, þar sem bjóðendum er gefinn kostur á að skoða aðstæður á verkstað. 
Tilboðum skal skila til Umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar Geislagötu 9, 4. hæð og verða þau opnuð á sama stað, þriðjudaginn 9. apríl kl. 11.00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. 
Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan