Útboð á hönnun og byggingu lítilla einbýlishúsa við Sandgerðisbót

Hafnarsvæðið í Sandgerðisbót
Hafnarsvæðið í Sandgerðisbót

Verkið felst í hönnun, smíði, flutningi á verkstað, niðursetningu, tengingum og frágangi á nærumhverfi á 2 litlum einbýlishúsum við Sandgerðisbót á Akureyri samkvæmt útboðsgögnum. Stærð húsanna skal vera sem næst 60 m² brúttó. Ytra og innra byrði húsanna þarf að vera sterkbyggt. Húsin verða staðsett á lóð við Sandgerðisbót og skulu bjóðendur miða við fjarlægðir milli byggingahluta við hönnun og staðsetningu húsanna. Alls munu fjögur hús rísa á lóðinni. Húsin skulu uppfylla kröfur byggingarreglugerðar, einangrunarkröfur byggingahluta, brunakröfur byggingahluta og kröfur um hljóðvist. Gerð er rík krafa um að húsin verði hlýleg að utan sem innan.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt í gegnum netfangið umsarekstur@akureyri.is frá og með miðvikudeginum 27.apríl 2020.
Tilboðum skal skila rafrænt á netfangið umsarekstur@akureyri.is fyrir kl. 11.00 miðvikudaginn 20. maí 2020.
Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan