Útboð á gatnagerð og lögnum í Hrísey 2019

Hrísey - vinnusvæði í útboði
Hrísey - vinnusvæði í útboði

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar fyrir hönd Akureyrarbæjar, Norðurorku hf og Rarik ohf, óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti og lagningu fráveitulagna, ræsa, vatnslagna, rafstrengja og ídráttarröra ásamt tilheyrandi yfirborðsfrágangi. Einnig tilheyra verkinu jarðvegsskipti fyrir dælustöð Norðurorku, fjölgun ljósastaura og hellulögn.
Heildarlengd gatna er um 1.400 m.
Helstu magntölur:
Uppúrtekt samtals um 4.200 m³
Fyllingar samtals um 5.700 m³
Hellulögn um 350 m²
Stofnlagnir fráveitu og ræsi 450 m
Stofnlagnir hita- og vatnsveitu um 1.700 m
Jarðstrengir rafveitu um 580 m
Ljósastaurar um 20 stk
Verkið er áfangaskipt og skal að fullu lokið fyrir 31. október 2019.
Útboðsgögn verða send á rafrænu formi til þeirra sem þess óska, frá og með fimmtudeginum 14. mars 2019. Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið umsarekstur@akureyri.is og óskið eftir gögnum. Upplýsingar um nafn fyrirtækis, forráðamann, netfang og síma skulu fylgja beiðni.
Tilboðum skal skila til Umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar Geislagötu 9, 4. hæð og verða þau opnuð á sama stað, fimmtudaginn 4. apríl kl. 11.00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan