Útboð á efniskaupum 2019-2020

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar gerir samninga um efniskaup til tveggja ára og óskar eftir tilboðum í eftirfarandi
efnisflokka:
◆ Gólfefni og fylgihlutir
◆ Málning og málningarvörur
◆ Pípulagnaefni
◆ Raflagnaefni og ljós
◆ Grófvara og annað byggingarefni
◆ Rafmagnstæki
◆ Hellur og fylgihlutir

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með mánudeginum 10. desember 2018.
Vinsamlegast óskið eftir útboðsgögnum á netfangið umsarekstur@akureyri.is

Tilboðum skal skila inn til Umhverfis- og mannvirkjasviðs Geislagötu 9, 4. hæð 600 Akureyri fyrir kl. 11.00 fimmtudaginn 20. desember 2018.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan