Umhverfis- og mannvirkjasvið: Eftirfarandi útboð voru auglýst í vikunni

Naustaskóli á Akureyri
Naustaskóli á Akureyri

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsti í vikunni útboð í gerð að- og fráreina á Miðhúsabraut við verslunina Bónus og utanhússmálun og múrviðgerðir á 5 eignum bæjarins. Útboðsgögn verða send á rafrænu formi til þeirra sem þess óska, frá og með mánudeginum 2. mars 2020. Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið umsarekstur@akureyri.is og óskið eftir gögnum.

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar, fyrir hönd Akureyrarbæjar, Haga hf. og Rarik ohf., óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti, lagningu strengja og yfirborðsfrágangs vegna gerðar að- og fráreina við Miðhúsabraut á Akureyri.
Helstu magntölur:
Uppúrtekt úr götu og bílastæði 1.600m³
Fylling 1.100m³
Malbik 1.700m³
Ljósastaurar 4 stk.

Verkinu skal að fullu lokið 8. júní 2020

Tilboðum skal skila til Umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar Geislagötu 9, fyrir kl. 13.00 miðvikudaginn 18. mars 2020 og verða tilboð opnuð á sama stað og tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í utanhússmálun og múrviðgerðir á eftirfarandi eignum Akureyrarbæjar:

Íþróttahúsi Glerárskóla
Sundlaug Akureyrar
Naustaskóla
Keilusíðu 1-3-5
Vallartúni 2

Tilboðum skal skila til Umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar Geislagötu 9, fyrir kl. 11.00 mánudaginn 23. mars 2020 og verða tilboð opnuð á sama stað og tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan