Leikskólinn Klappir við Glerárskóla - Útboð á framkvæmdum

Leikskólinn Klappir við Glerárskóla
Leikskólinn Klappir við Glerárskóla

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í verklegar framkvæmdir við byggingu nýs leikskóla við Glerárskóla. Húsið verður staðsett á suðvestur hluta lóðarinnar og verður samtengt við núverandi mannvirki á lóðinni með tengigangi.
Leikskólinn verður á tveimur hæðum og er alls um 1.450 m². Húsnæðið gerir ráð fyrir 7 deilda leikskóla þar sem 2 deildir eru hugsaðar sem ungbarnaleikskóli. Innan gengt verður frá leikskólanum yfir í núverandi íþrótthús, sundlaug og grunnskólann sjálfan.
Helstu verkþættir eru:
• Jarðvinna
• Lóðarvinna
• Uppsteypa og stálburðarvirki
• Frágangur utanhúss
• Frágangur innanhúss og uppsetning á föstum búnaði
• Uppsetning og fullnaðarfrágangur allra lagna og rafkerfa.
Útboðsgögn verða aðgengileg í gegnum tölvupóstfangið umsarekstur@akureyri.is frá 17. febrúar 2020.
Opnun tilboða fer fram kl. 11:00 þann 11. mars 2020 á skrifstofu Umhverfis- og mannvirkjasviðs á 4. hæð í Ráðhúsi Akureyrar.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan