Menningarmál

 

Atvinnu-, markaðs- og menningarteymi sem staðsett er á þjónustu- og skipulagssviði annast menningarmál fyrir hönd Akureyrarbæjar. Teymið heldur meðal annars utan um Menningarsjóð, starfslaun listamanna, samninga við félög einstaklinga og stofnanir, stærri viðburði og fylgir eftir stefnumótun bæjarstjórnar á sviði menningarmála.

Forstöðumaður atvinnu- og menningarmála er Þórgnýr Dýrfjörð og verkefnastjóri menningarmála er Almar Alfreðsson.


Menningarsjóður Akureyrarbæjar 2024

Auglýst er eftir umsóknum um verkefnastyrki, samstarfssamninga og starfslauna listamanna úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar í nóvember og er umsóknarfresturinn að lágmarki þrjár vikur. Sótt er um í gegnum þjónustugáttina. Allar frekari upplýsingar eru að finna í reglum sjóðsins og samþykkt um starfslaun listamanna. Fyrirspurnir vegna Menningarsjóðs skal senda á verkefnastjóra menningarmála hjá atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar í netfangið almara@akureyri.is
Lokað er fyrir umsóknir fyrir árið 2024.

Tilfallandi styrkur Menningarsjóðs Akureyrarbæjar

Samkvæmt 3. gr. úthlutunar- og vinnureglna Menningarsjóðs Akureyrarbæjar er hægt að sækja um tilfallandi styrk. Um er að ræða verkefnastyrk í sveitarfélaginu Akureyrarbæ 75.000 kr., ferðastyrk utanlands 50.000 kr. eða ferðastyrk innanlands 25.000 kr. Hver listamaður getur einungis fengið einn tilfallandi styrk á ári. Fyrirspurnir vegna umsóknareyðublaðs og nánari upplýsinga skal senda á verkefnastjóra menningarmála hjá atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar í netfangið almara@akureyri.is
Opið er fyrir umsóknir frá 1. janúar til 15. desember ár hvert eða á meðan fjármagn leyfir. Sótt er um í gegnum þjónustugáttina

Barnamenningarsjóður Akureyrarbæjar

Auglýst er eftir umsóknum um verkefnastyrki úr Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar í ágúst og er umsóknarfresturinn 10. vikur. Sótt er um í gegnum þjónustugáttina. Allar frekari upplýsingar eru að finna í verklagsreglum sjóðsins og á barnamenning.is. Fyrirspurnir vegna Barnamenningarsjóðs skal senda á verkefnastjóra menningarmála hjá atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar í netfangið almara@akureyri.is
Lokað fyrir umsóknir fyrir árið 2024.

Verklagsreglur

Úthlutunar- og vinnureglur Menningarsjóðs Akureyrarbæjar

Verklagsreglur fyrir faghópa um viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrarbæjar og Byggingalistaverðlauna Akureyrarbæjar

Verklagsreglur um sumarstyrk ungra listamanna

Verklagsreglur um stuðning Akureyrarbæjar við viðburði á Barnamenningarhátíð á Akureyri

Viðmiðunarreglur vegna afnota af Laxdalshúsi, Friðbjarnarhúsi og Gudmands Minde

Viðurkenningar

Bæjarlistamaður Akureyrarbæjar - viðurkenningar frá árinu 1990

Heiðursviðurkenning Menningarsjóðs Akureyrarbæjar - viðurkenningar frá árinu 1991

Byggingalistaverðlaun Akureyrarbæjar - viðurkenningar frá árinu 2000

Húsverndarsjóður Akureyrarbæjar - viðurkenningar frá árinu 1989

Stefnur og samþykktir

Menningarstefna Akureyrarbæjar 2013-2018

Safnastefna Akureyrarbæjar 2022-2026 - aðgerðaráætlun með safnastefnu 2022-2026

Samþykkt um listskreytingar og listaverkakaup á vegum Akureyrarbæjar

Samþykkt um Menningarsjóð Akureyrararbæjar

Samþykkt um starfslaun listamanna

Samþykkt fyrir Listasafnið á Akureyri

Samþykkt fyrir Héraðsskjalasafnið á Akureyri

Samþykkt fyrir Húsverndarsjóð Akureyrarbæjar

Síðast uppfært 23. nóvember 2023