Fræðsluráð

Fræðsluráð fer með stjórn leikskóla, grunnskóla og Tónlistarskólans á Akureyri samkvæmt lögum og reglugerðum um þá í umboði bæjarstjórnar Akureyrar. Fræðsluráð gerir tillögu til bæjarstjórnar um stefnumörkun á sviði skólamála Akureyrarbæjar. Ráðið fylgist með því að skólarnir vinni að settum markmiðum, veiti góða þjónustu og starfsemin sé skilvirk og hagkvæm.

Fræðsluráð hét skólanefnd til 1. janúar 2017.

Samþykkt fyrir fræðsluráð júlí 2017.

Fræðsluráð er þannig skipað:

Þorlákur Axel Jónsson (S) formaður
Siguróli Magni Sigurðsson (B) varaformaður
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir (L)
Þórhallur Harðarson (D)
Rósa Njálsdóttir (M)
Þuríður Sólveig Árnadóttir (V) áheyrnarfulltrúi.

Varamenn í fræðsluráði:

Valgerður S Bjarnadóttir (S)
Gunnar Már Gunnarsson (B)
Birna Baldursdóttir (L)
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (D)
Hlynur Jóhannsson (M)
Einar Gauti Helgason (V) varaáheyrnarfulltrúi

Fundargerðir

Síðast uppfært 06. október 2021