Velferðarráð

1298. fundur 03. apríl 2019 kl. 14:00 - 15:45 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir
Dagskrá

1.Reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar 2019

Málsnúmer 2019030179Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar. Málið var áður á dagskrá á fundi velferðarráðs 20. mars.

Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs og Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar og vísar málinu til bæjarráðs.

2.Fjárhagsaðstoð 2019

Málsnúmer 2019030386Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð janúar - febrúar 2019.

3.Aflið - samstarfssamningur 2019-2020

Málsnúmer 2019030392Vakta málsnúmer

Endurnýjun á samstarfssamningi við Aflið - samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi lögð fyrir velferðaráð, en síðasti samningur rann út um síðustu áramót.

Velferðarráð samþykkir endurnýjun á samstarfssamningi við Aflið fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar.

4.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019030355Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstryfirlit janúar - febrúar 2019.

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 15:45.