Ungmennaráð

13. fundur 07. janúar 2021 kl. 17:30 - 19:00 Íþróttahöllin
Nefndarmenn
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir
  • Helga Sóley G. Tulinius
  • Ísabella Sól Ingvarsdóttir
  • Rakel Alda Steinsdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
  • Þura Björgvinsdóttir
  • Anton Bjarni Bjarkason
  • Klaudia Jablonska
  • Stormur Karlsson
  • Þór Reykjalín Jóhannesson
  • Hildur Lilja Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri
  • Arnar Már Bjarnason fundarritari
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Holtahverfi - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2020100222Vakta málsnúmer

Beiðni um umsögn frá skipulagsráði.
Ungmennaráð samþykkir breytingarnar og hvetur til þess að byggðar verði fleiri ódýrari íbúðir sem er gott fyrir ungt fólk sem er að kaupa sínar fyrstu eignir.

2.Nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri

Málsnúmer 2018100200Vakta málsnúmer

Breytingar á aðalskipulagi Akureyrar lagðar fram til kynninga.
Ungmennaráð gerir engar athugasemdir við breytingarnar.

3.Viðburður-Valdefling barna og ungmenna

Málsnúmer 2020110414Vakta málsnúmer

Beiðni um fund með ráðherra frá félags- og barnamálaráðuneytinu varðandi viðburðinn Valdeflin barna og ungmenna og líðan ungmenna á tímum covid.
Ungmennaráð samþykkir beiðni um fund.

4.Fundartími ungmennaráðs

Málsnúmer 2020090080Vakta málsnúmer

Umræður um breytingar á fundartíma árið 2021.
Ungmennaráð samþykkir að fastir fundartímar verði fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 17:30.

Fundi slitið - kl. 19:00.