Ungmennaráð

9. fundur 24. september 2020 kl. 18:00 - 19:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir
  • Hildur Lilja Jónsdóttir
  • Ísabella Sól Ingvarsdóttir
  • Rakel Alda Steinsdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
  • Þura Björgvinsdóttir
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ungt fólk og lýðræði 2020

Málsnúmer 2020020129Vakta málsnúmer

Þátttaka ungmennaráðs í ráðstefnunni.
Telma Ósk Þórhallsdóttir og Rakel Alda Steinsdóttir fulltrúar ungmennaráðs lýstu ánægju sinni og mikilvægi ráðstefnunnar fyrir ungt fólk.

2.Umsókn um verkefnastyrk vegna Barnamenningarhátíðar á Akureyri

Málsnúmer 2019120036Vakta málsnúmer

Skipulagning á viðburði ungmennaráðs "Raddir barna".
Ungmennaráð samþykkir að setja sýninguna upp 8. október, opnun sýningar 9. október. Fyrirhuguð opnunarhátíð utandyra og grunnskólabörnum/leikskólabörnum boðið. Ákveðið að fá Ívar Helgason til að aðstoða við skipulagningu.

3.Holtahverfi norður - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Deiliskipulag fyrir nýja íbúðabyggð í Holtahverfi
Íbúar fengu kynningu á hverfinu. Hverfið vel skipulagt, góð staðsetning, græn svæði og tré, útsýni út Eyjafjörðinn. Fjölbreyttar byggingar bæði einbýli, fjölbýli og íbúðir fyrir aldraða, tveir grunnskólar, einn leikskóli, tveir leikvellir og stutt í íþróttamannvirki. Hraðahindranir vel staðsettar. Auka þarf öryggi milli heimilis og skóla með fleiri gangbrautum yfir Hörgárbraut.

4.Samþykkt fyrir ungmennaráð

Málsnúmer 2020110627Vakta málsnúmer

Núgildandi samþykkt fyrir ungmennaráð.
Ungmennaráð samþykkir tillögur um breytingar á núgildandi samþykkt og vísar málinu til frístundaráðs til kynningar.

5.Áherslur ungmennaráðs

Málsnúmer 2020110629Vakta málsnúmer

Áherslur ungmennaráðs 2020-2021 fyrir frístundaráðsfund.
Ungmennaráð samþykkir að Ísabella Sól Ingvarsdóttir og Þura Björgvinsdóttir fari fyrir hönd ráðsins.

6.Kosningar til ungmennaráðs

Málsnúmer 2020110220Vakta málsnúmer

Rafræn könnun og kynningar.
Ungmennaráð samþykkir að könnunin verði opin í öllum grunn- og framhaldsskólum til 02. október 2020 og kynningar fari fram í skólunum í framhaldinu.

7.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2020 - beiðni um samstarf

Málsnúmer 2020020693Vakta málsnúmer

Kynning á landsfundinum.
Telma Ósk Þórhallsdóttir var fulltrúi ungmennaráðs á landsfundinum, kynningin tókst vel og önnur sveitarfélög óska eftir kynningu á ungmennaráði.

Fundi slitið - kl. 19:30.