Umhverfisnefnd

73. fundur 08. maí 2012 kl. 16:15 - 17:20 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Páll Steindórsson
  • Jón Ingi Cæsarsson
  • Kristinn Frímann Árnason
  • María Ingadóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
  • Sif Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Garðaúrgangur - eyðing

Málsnúmer 2012040048Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynntu hvernig málum er háttað hjá öðrum sveitarfélögum varðandi förgun garðaúrgangs.

Umhverfisnefnd þakkar starfsmönnum kynninguna og felur þeim áframhaldandi vinnu.

2.Lagning raflína í jörð

Málsnúmer 2012030264Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti málið og lagði fram greinargerð dags. 30. apríl 2012 frá Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra Akureyrarkaupstaðar og Jónasi Vigfússyni sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar til nefndar sem móta á stefnu um lagningu raflína í jörð.

Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi V-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Vegna umræðu um raforkuflutninga og lagnaleiðir tel ég mikilvægt að styðjast við þemu Staðardagskrár 21 og sjónræni umhverfisþátturinn verði ekki einn til viðmiðunar við ákvarðanatöku heldur fái aðrir vistfræðilegir þættir sem og samfélagslegir það vægi sem þeim ber.

3.Súluvegur - metangasleiðsla

Málsnúmer 2012030261Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti málið.

Umhverfisnefnd þakkar Helga Má fyrir kynninguna.

4.Umhverfisátak 2012

Málsnúmer 2012050016Vakta málsnúmer

Kynning á umhverfisátaki 2012.

Fundi slitið - kl. 17:20.