Umhverfisnefnd

61. fundur 14. júní 2011 kl. 16:15 - 18:03 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Sigmar Arnarsson formaður
  • Hulda Stefánsdóttir
  • Kristinn Frímann Árnason
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Valdís Anna Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Landsnet - beiðni um aðalskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2010010136Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá Landsneti þeir Árni Jón Elíasson og Guðmundur Ingi Ásmundsson mættu á fundinn og kynntu tillögur að fyrirhugaðri legu Blöndulínu í gegnum land Akureyrarkaupstaðar.

Umhverfisnefnd þakkar þeim félögum kynninguna.

Umhverfisnefnd óskar eftir að skipulagsstjóri mæti á næsta fund nefndarinnar og kynni nefndarmönnum hvernig málið er statt.

2.Laxdalshús - grenndargámar

Málsnúmer 2011050158Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi úr viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. maí 2011 sem bæjarráð vísaði til framkvæmdadeildar þann 9. júní 2011 og fjallar um staðsetningu grenndargáma við Laxdalshús.

Umhverfisnefnd felur starfsmönnum að svara erindinu.

3.Gróðurkortlagning - Akureyrarbær

Málsnúmer 2009060079Vakta málsnúmer

Forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson kynnti nýja skýrslu (drög) frá Náttúrufræðistofnun Íslands sem unnin hefur verið um gróðurlendi Akureyrarkaupstaðar.

Umhverfisnefnd þakkar kynninguna og óskar eftir að Elín Gunnlaugsdóttir grasafræðingur Lystigarðsins gefi nefndinni umsögn um skýrsluna á næsta fundi.

4.Flokkun Eyjafjörður ehf - breytingar á stjórn og starfsemi

Málsnúmer 2011060038Vakta málsnúmer

Formaður umhverfisnefndar, Sigmar Arnarsson, fór yfir þær breytingar sem átt hafa sér stað hjá Flokkun Eyjafjörður ehf.

Umhverfisnefnd þakkar formanni yfirferðina og ítrekar að meiri samskipti verði á milli Flokkunar Eyjafjörður ehf og sveitarfélaganna framvegis.

Fundi slitið - kl. 18:03.