Umhverfis- og mannvirkjaráð

21. fundur 23. október 2017 kl. 08:15 - 10:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar ritaði fundargerð
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda
  • Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála
  • Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar
Fundargerð ritaði: Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
Dagskrá
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista mætti í forföllum Hermanns Inga Arasonar.

1.SVA - leiðakerfi

Málsnúmer 2017100366Vakta málsnúmer

Rúna Ásmundsdóttir frá Eflu ehf mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti tillögur að endurbótum á leiðakerfi SVA.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða breytingartillögu. Í henni felst að leið 5 sem gengur um norðurhluta bæjarins verður flýtt um 12 mínútur seinni part dags. Það þýðir að vagninn leggur af stað úr miðbæ 15 mínútur yfir heila tímann og er þ.a.l. við SAK, VMA og MA 29-31 mínútu yfir heila tímann og við Bogann 15 mínútur í heila tímann. Í MA lýkur skóla allt að 40 mínútum eftir heila tímann, þessi breyting verður því til þess að þjónusta við þann hóp minnkar. Þessi tillaga er unnin út frá athugasemdum sem hafa borist vegna leiðakerfisins. Breytingarnar verða auglýstar á næstunni og almenningi gefinn kostur á að skila inn athugasemdum.

2.Naustahverfi 7. áfangi - Hagar

Málsnúmer 2017080054Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 20. október 2017.

3.Drottningarbrautarstígur - Leikhúsbrú

Málsnúmer 2017100322Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 20. október 2017.

Arnar Birgir Ólafsson landslagsarkitekt frá Landmótun sf og Ólafur Jensson lýsingarhönnuður frá Jensson hönnunarhúsi ehf mættu á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynntu tillögur að Leikhúsbrúnni.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að 1. hluti verksins verði settur í útboð.

4.Mótorhjólasafn Íslands - beiðni um malbik á Krókeyri

Málsnúmer 2017090100Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 14. september 2017 frá Mótorhjólasafni Íslands þar sem þess er farið á leit við Akureyrarbæ að leiðin frá Drottningarbraut að Iðnaðarsafninu verði malbikuð til þess meðal annars að ná niður rykmengun á svæðinu.



Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir L-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar erindinu til gerðar framkvæmdaráætlunar fyrir árið 2018.

5.Verkfundargerðir 2017

Málsnúmer 2017010343Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:

Bygging íbúða fyrir fatlaða: 12.- 15. fundur verkefnisliðs dagsettir 29. ágúst, 19. og 26. september og 3. október 2017.

Listasafn: 7.- 8. verkfundur dagsettir 22. september og 6. október 2017.

Rangárvallastígur: 10.- 11. verkfundur dagsettir 28. júní og 10. ágúst 2017.

Fundi slitið - kl. 10:00.