Umhverfis- og mannvirkjaráð

14. fundur 14. júlí 2017 kl. 08:15 - 09:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
  • Jón Orri Guðjónsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar
  • Kristín Sigurðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sigurðardóttir Fundarritari
Dagskrá
Jón Orri Guðjónsson D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Hörgárbrautarstígur við Sjónarhól

Málsnúmer 2017070050Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 10.07.2017 frá umhverfis- og mannvirkjasviði ásamt því að Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku kom á fundinn og kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir við stígssvæðið.

Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku sat fundinn undir þessum lið.

2.Vegagerðin - niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 2012080074Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 25. apríl 2016 frá Vegagerðinni varðandi niðurfellingu vega af vegaskrá ásamt minnisblaði frá umhverfis- og mannvirkjasviði dagsettu 17. maí 2017 vegna málsins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hafnar þessu fyrir sitt leyti og vísar erindinu til bæjarráðs.

3.Heimsókn til Grímseyjar

Málsnúmer 2017070045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað dags 12.07.2017 vegna heimsóknar Guðríðar Friðriksdóttur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs, Steindórs Ívars Ívarssonar forstöðumanns viðhalds, Jónasar Vigfússonar forstöðumanns Umhverfismiðstöðvar og Jóns Birgis Gunnlaugssonar verkefnastjóra umhverfismála til Grímseyjar.
Sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar falið að vinna áfram í málinu.

4.Rósenborg - endurbætur vegna stjórnsýslubreytinga

Málsnúmer 2017060095Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 12.07.2017 frá umhverfis- og mannvirkjasviði um endurbætur á Rósenborg vegna stjórnsýslubreytinga.

Fundi slitið - kl. 09:50.